Auka fasteignasalar traust við sölu fasteigna? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. júlí 2022 10:01 Í hugum margra koma fasteignasalar með aukið traust og öryggi inn í söluferli fasteigna. Að aðkoma fasteignasala sé ákveðinn gæðastimpill. Eftir að hafa skoðað dómasafn Héraðsdóms[1] og álit Eftirlitsnefndar Fasteignasala[2] á ég hins vegar erfitt með að sjá að það sé raunin. Í þessum málum er einn gegnumgangandi þráður: Skoðunarskylda fasteignasala er mjög lítil, hún er ekki skoðun sérfræðings og takmarkast við það sem fasteignasalinn sér við sjónskoðun. Skoðunarskylda kaupanda er hins vegar gríðarleg. Almennt virkar það því svona: Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en kaupandi hefði mátt átta sig á við hefðbundna skoðun þá verður sá ágreiningur á milli kaupanda og seljanda. Sem sagt fasteignasalinn sleppur þó hann segi ekki frá gallanum því hann ætti að vera kaupanda svo augljós. Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en hefði krafist þess að fasteignasali hefði skoðað eignina gaumgæfilega, t.d. kíkt inn í skápa, farið upp í stiga og kíkt inn á milliloft eða háaloft, farið upp á þak eða álíka, þá er það ekki á ábyrgð fasteignasalans. Skoðun fasteignasala er einfaldlega ekki skoðun sérfræðings og krefst einskis meira heldur en að rétt labba um eignina eins og viðvaningur. Fasteignasali ber ekki ábyrgð á rangfærslum í söluyfirliti nema að það varði atriði sem eru öllum strax ljós að eru röng eða fjallað er um í skjölum sem fasteignasala ber skylda til að afla. Niðurstaðan er því einfaldlega sú að gott sem öll ágreiningsmál eru á milli kaupanda og seljanda. Fasteignasali ber nánast aldrei ábyrgð. Það sést vel á því að fjöldi dómsmála milli kaupanda og seljanda er talsverður en fasteignasalar eru mun sjaldnar kærðir, og enn sjaldnar dæmdir, þrátt fyrir að það sé góður fjöldi af kærum til Eftirlitsnefndar Fasteignasala vegna tjóns af völdum háttsemi fasteignasala[3]. Fyrir kaupendur er því ólíklegt að fasteignasali komi með aukið traust inn í ferlið þar sem kaupandinn sjálfur gerir betri úttekt á eigninni en fasteignasalinn og ef seljandinn leyndi upplýsingum um galla frá fasteignasala endar ágreiningurinn hvort eð er milli seljanda og kaupanda. Fyrir seljendur koma fasteignasalar ekki með neitt aukið traust en þeir geta komið með ýmsa góða þjónustu, t.d. með því að spyrja viðeigandi spurninga fyrir söluferlið, gerð verðmats og almenn aðstoð við skjalagerð. En þar sem fasteignasalinn gerir enga sérfræðiúttekt á eigninni og ber í raun enga ábyrgð á söluyfirlitinu nema í einstaka tilfellum þá er þjónusta hans ansi dýr verðsmats og tékklista þjónusta. Það er mjög skiljanlegt að fólk vilji aðstoð við það að selja og kaupa jafn verðmætar eignir og fasteignir eru. Raunin er hins vegar sú að þjónusta fasteignasala er ekki verðlögð í neinu samræmi við umfang og gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita. Í tæknisamfélagi nútímans er engin ástæða fyrir því að hér haldist stór milligöngustétt sem dregur til sín sparnað seljanda og kaupanda og stingur í eigin vasa. Fasteignasalar munu ekki hverfa af markaðnum, en eðli starfsemi þeirra mun breytast yfir í ráðgjöf á eðlilegra verði samhliða því að tölvutæknin mun sjá til þess að söluferlin séu auðveld fyrir hefðbundið fólk til að stunda sjálft. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Allir landshlutar með leitarorðunum “Fasteignasali” og “Fasteignasala” fyrir ársbyrjun 2021 til dagsins í dag. [2] Mál sem var ákvarðað í 2020 og 2021 (2022 er ekki fáanlegt strax). [3] Raunar virðist líklegra að seljandi baki sér skaðabótaskyldu gagnvart fasteignasala heldur en öfugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fasteignamarkaður Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Í hugum margra koma fasteignasalar með aukið traust og öryggi inn í söluferli fasteigna. Að aðkoma fasteignasala sé ákveðinn gæðastimpill. Eftir að hafa skoðað dómasafn Héraðsdóms[1] og álit Eftirlitsnefndar Fasteignasala[2] á ég hins vegar erfitt með að sjá að það sé raunin. Í þessum málum er einn gegnumgangandi þráður: Skoðunarskylda fasteignasala er mjög lítil, hún er ekki skoðun sérfræðings og takmarkast við það sem fasteignasalinn sér við sjónskoðun. Skoðunarskylda kaupanda er hins vegar gríðarleg. Almennt virkar það því svona: Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en kaupandi hefði mátt átta sig á við hefðbundna skoðun þá verður sá ágreiningur á milli kaupanda og seljanda. Sem sagt fasteignasalinn sleppur þó hann segi ekki frá gallanum því hann ætti að vera kaupanda svo augljós. Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en hefði krafist þess að fasteignasali hefði skoðað eignina gaumgæfilega, t.d. kíkt inn í skápa, farið upp í stiga og kíkt inn á milliloft eða háaloft, farið upp á þak eða álíka, þá er það ekki á ábyrgð fasteignasalans. Skoðun fasteignasala er einfaldlega ekki skoðun sérfræðings og krefst einskis meira heldur en að rétt labba um eignina eins og viðvaningur. Fasteignasali ber ekki ábyrgð á rangfærslum í söluyfirliti nema að það varði atriði sem eru öllum strax ljós að eru röng eða fjallað er um í skjölum sem fasteignasala ber skylda til að afla. Niðurstaðan er því einfaldlega sú að gott sem öll ágreiningsmál eru á milli kaupanda og seljanda. Fasteignasali ber nánast aldrei ábyrgð. Það sést vel á því að fjöldi dómsmála milli kaupanda og seljanda er talsverður en fasteignasalar eru mun sjaldnar kærðir, og enn sjaldnar dæmdir, þrátt fyrir að það sé góður fjöldi af kærum til Eftirlitsnefndar Fasteignasala vegna tjóns af völdum háttsemi fasteignasala[3]. Fyrir kaupendur er því ólíklegt að fasteignasali komi með aukið traust inn í ferlið þar sem kaupandinn sjálfur gerir betri úttekt á eigninni en fasteignasalinn og ef seljandinn leyndi upplýsingum um galla frá fasteignasala endar ágreiningurinn hvort eð er milli seljanda og kaupanda. Fyrir seljendur koma fasteignasalar ekki með neitt aukið traust en þeir geta komið með ýmsa góða þjónustu, t.d. með því að spyrja viðeigandi spurninga fyrir söluferlið, gerð verðmats og almenn aðstoð við skjalagerð. En þar sem fasteignasalinn gerir enga sérfræðiúttekt á eigninni og ber í raun enga ábyrgð á söluyfirlitinu nema í einstaka tilfellum þá er þjónusta hans ansi dýr verðsmats og tékklista þjónusta. Það er mjög skiljanlegt að fólk vilji aðstoð við það að selja og kaupa jafn verðmætar eignir og fasteignir eru. Raunin er hins vegar sú að þjónusta fasteignasala er ekki verðlögð í neinu samræmi við umfang og gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita. Í tæknisamfélagi nútímans er engin ástæða fyrir því að hér haldist stór milligöngustétt sem dregur til sín sparnað seljanda og kaupanda og stingur í eigin vasa. Fasteignasalar munu ekki hverfa af markaðnum, en eðli starfsemi þeirra mun breytast yfir í ráðgjöf á eðlilegra verði samhliða því að tölvutæknin mun sjá til þess að söluferlin séu auðveld fyrir hefðbundið fólk til að stunda sjálft. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Allir landshlutar með leitarorðunum “Fasteignasali” og “Fasteignasala” fyrir ársbyrjun 2021 til dagsins í dag. [2] Mál sem var ákvarðað í 2020 og 2021 (2022 er ekki fáanlegt strax). [3] Raunar virðist líklegra að seljandi baki sér skaðabótaskyldu gagnvart fasteignasala heldur en öfugt.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun