Enski boltinn

Gabriel Jesus staðfestur hjá Arsenal og fær níuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Jesus stillti sér í myndatöku upp á þaki Emirates leikvangsins.
Gabriel Jesus stillti sér í myndatöku upp á þaki Emirates leikvangsins. Instagram/@arsenal

Arsenal hefur gengið frá kaupunum á brasilíska framherjanum Gabriel Jesus frá Englandsmeisturum Manchester City.

Arsenal borgar City 45 milljónir punda fyrir leikmanninn eða meira 7,2 milljarða íslenskra króna.

Þetta verða fjórðu kaup Arsenal í sumar en áður hafði félagið fengið til sín miðjumanninn Fabio Vieira, markvörðinn Matt Turner og brasilíska framherjann Marquinhos.

Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagðist vera mjög spenntur fyrir komu Gabriel Jesus.

Gabriel Jesus er að yfirgefa Manchester City eftir fimm og hálft ár þar en hann mun spila í treyju númer níu hjá Arsenal.

Jesus skoraði 95 mörk í 236 leikjum fyirr Manchester City og varð á þeim tíma fjórum sinnum enskur meistari auk þess að vinna enska deildabikarinn þrisvar og enska bikarinn einu sinni.

„Það hefur verið ánægjulegt að spila fyrir Manchester City. Mér finnst ég vera betri leikmaður núna en þegar ég kom. Það hefur verið stórkostlegt að vinna ellefu titla. Englandsmeistaratitlarnir fjórir eru mér sérstaklega kærir,“ sagði Gabriel Jesus.

City var tilbúið að selja Jesus hefur að félagið keypti Erling Haaland frá Borussia Dortmund fyrir 51,2 milljón punda í júní.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.