Körfubolti

Sam­þykkti stærsta NBA-samning sögunnar: Fjöru­tíu milljarðar á leiðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var aldrei vafi á öðru en að Nikola Jokic myndi framlengja samning sinn við Denver Nuggets.
Það var aldrei vafi á öðru en að Nikola Jokic myndi framlengja samning sinn við Denver Nuggets. Getty/AAron Ontiveroz

Nikola Jokić hefur skrifað undir nýjan samning við Denver Nuggets og enginn leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta hefur fengið annan eins samning.

Það var gengið frá nokkrum stórum samningum í NBA í gær en enginn var þó eins stór og hjá Jokic sem framlengdi við Nuggets.

Jokić, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil, fær 270 milljónir dollara fyrir fimm ára samning en það eru 35,9 milljarðar í íslenskum krónum.

Hann átti eftir eitt ár af samningi sínum og fær því í raun 303 milljónir dollara fyrir næstu sex ár. Það gerir 40,3 milljarða í íslenskum krónum.

Jokić er nú 27 ára gamall og verður því orðinn 33 ára þegar samningurinn rennur út.

Nýja framlenging samningsins byrjar á því að færa honum 46,6 milljónir dollara fyrir 2023-24 tímabilið eða 6,2 milljarða króna en hann fær síðan 61,5 milljónir dollara fyrir lokaárið sem er tímabilið 2027-28 eða tæpa 8,2 milljarða króna.

Á síðasta tímabili þá var Jokić með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í 74 leikjum. Hann hafði betur gegn Joel Embiid í valinu á þeim mikilvægasta í deildinni.

Þegar hann var valinn mikilvægastur árið á undan þá tryggði hann sér réttinn á allra hæsta samningi í boði.

Það voru fleiri sem gengu frá risasamningum í gær.

Bradley Beal fær 251 milljón dollara fyrir fimm ára samning við Washington Wizards, Ja Morant fær 231 milljón dollara fyrir fimm ára samning við Memphis Grizzlies, Devin Booker fær 224 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning við Phoenix Suns og Karl-Anthony Towns fær það sama frá Minnesota Timberwolves.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.