Verðbólga af mannavöldum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. júní 2022 20:31 Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Miðflokkurinn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun