Verðbólga af mannavöldum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. júní 2022 20:31 Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun