Verðbólga af mannavöldum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. júní 2022 20:31 Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Miðflokkurinn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar