Hættum þessu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. júní 2022 14:31 Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða. Enn á ný fer heit umræða í gang, þar sem hvor fylking færir misgóð rök fyrir sínu máli. Enn á ný vaknar áhugi erlendra fjölmiðla á hvalveiðum Íslendinga, sem fjalla um þær í virtum og víðlesnum fjölmiðlum bæði vestan hafs og austan. Flestir á neikvæðum nótum. Engin efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Umræðan er á svipuðum stað og hún var fyrir aldarfjórðungi. Umhverfið hefur hins vegar gerbreyst. Ísland er nú ein örfárra þjóða í heiminum sem enn þverskallast við að stunda hvalveiðar og reynir eftir flóknum krókaleiðum að koma afurðunum á þá örfáu markaði, sem enn hafa áhuga á þeim. Viðhorf heimsbyggðarinnar til hvalveiða er nú enn neikvæðara en þá. Hún fylgist nú furðu lostin með þjóðinni sem kennir sig við framfarir, tækni, nýsköpun, hugverkaiðnað og ábyrga nýtingu auðlinda halda út á haf að skjóta hvali sem fáir hafa áhuga á að borða - en milljónir hafa áhuga á að horfa á. Efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Íslendinga eru nú nákvæmlega engin. Hvalveiðar skipta engu máli hvað varðar atvinnusköpun, gjaldeyristekjur eða almenna verðmætasköpun. Efnahagsleg rök fyrir því að hætta þeim, eru hins vegar yfirgnæfandi og augljós flestum. Orðið „orðsporsáhætta“ segir allt sem segja þarf um það. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt? Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru nú rauður þráður í rekstri bæði samfélaga og fyrirtækja. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda hvalveiðar sem kalla á reiði og andúð á helstu markaðssvæðum íslenskra útflutningsfyrirtækja? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að skaða með gjörðum sínum aðrar atvinnugreinar, það fólk sem þar starfar og samfélög sem reiða sig á þær? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda fyrirtækjarekstur sem veldur úlfúð, sundurlyndi og jafnvel óhugnaði í heimalandinu? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að reka fyrirtæki í vafasamri starfsemi og borga jafnvel með rekstrinum? Látum hvalina í friði! Lokaorðin eru úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum aldarfjórðungi, eða í janúar árið 1997: „Horfum á hlutina í samhengi! Látum ekki sérhagsmuni eða þjóðernishroka ráða ferðinni. Viðurkennum að við lifum á tímum þar sem vald neytenda er mikið. Þeir hika ekki við að „versla annars staðar“ sé þeim misboðið. Látum hvalina í friði!“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Sjá meira
Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða. Enn á ný fer heit umræða í gang, þar sem hvor fylking færir misgóð rök fyrir sínu máli. Enn á ný vaknar áhugi erlendra fjölmiðla á hvalveiðum Íslendinga, sem fjalla um þær í virtum og víðlesnum fjölmiðlum bæði vestan hafs og austan. Flestir á neikvæðum nótum. Engin efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Umræðan er á svipuðum stað og hún var fyrir aldarfjórðungi. Umhverfið hefur hins vegar gerbreyst. Ísland er nú ein örfárra þjóða í heiminum sem enn þverskallast við að stunda hvalveiðar og reynir eftir flóknum krókaleiðum að koma afurðunum á þá örfáu markaði, sem enn hafa áhuga á þeim. Viðhorf heimsbyggðarinnar til hvalveiða er nú enn neikvæðara en þá. Hún fylgist nú furðu lostin með þjóðinni sem kennir sig við framfarir, tækni, nýsköpun, hugverkaiðnað og ábyrga nýtingu auðlinda halda út á haf að skjóta hvali sem fáir hafa áhuga á að borða - en milljónir hafa áhuga á að horfa á. Efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Íslendinga eru nú nákvæmlega engin. Hvalveiðar skipta engu máli hvað varðar atvinnusköpun, gjaldeyristekjur eða almenna verðmætasköpun. Efnahagsleg rök fyrir því að hætta þeim, eru hins vegar yfirgnæfandi og augljós flestum. Orðið „orðsporsáhætta“ segir allt sem segja þarf um það. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt? Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru nú rauður þráður í rekstri bæði samfélaga og fyrirtækja. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda hvalveiðar sem kalla á reiði og andúð á helstu markaðssvæðum íslenskra útflutningsfyrirtækja? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að skaða með gjörðum sínum aðrar atvinnugreinar, það fólk sem þar starfar og samfélög sem reiða sig á þær? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda fyrirtækjarekstur sem veldur úlfúð, sundurlyndi og jafnvel óhugnaði í heimalandinu? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að reka fyrirtæki í vafasamri starfsemi og borga jafnvel með rekstrinum? Látum hvalina í friði! Lokaorðin eru úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum aldarfjórðungi, eða í janúar árið 1997: „Horfum á hlutina í samhengi! Látum ekki sérhagsmuni eða þjóðernishroka ráða ferðinni. Viðurkennum að við lifum á tímum þar sem vald neytenda er mikið. Þeir hika ekki við að „versla annars staðar“ sé þeim misboðið. Látum hvalina í friði!“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustu.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun