Viðskipti innlent

Spá því að verð­bólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landsbankinn reiknar með verðbólgutoppi í næsta mánuði.
Landsbankinn reiknar með verðbólgutoppi í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það.

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða. Í Hagsjá Landsbankans segir að þessi hækkun hafi verið viðbúin.

„Að þessu sinni var enginn undirliður sem kom verulega á óvart. Bensín og olíur og föt og skór hækkuðu meira en við áttum von á, matarkarfan og flugfargjöld til útlanda hækkuðu aftur á móti minna en við áttum von á,“ segir í Hagsjánni.

Þar kemur einnig fram að húsnæði og bensín útskýri meira en helming af ársverðbólgunni. Reiknar Landsbankinn sem fyrr segir með því að verðbólga nái 9,5 prósent toppi í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi.


Tengdar fréttir

Verðbólga mælist 8,8 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009.

Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur

Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist.

Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið

Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×