Viðskipti innlent

Guðný úr mjólkinni í leikhúsið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðný Steinsdóttir hefur tekið við sem markaðsstjóri Borgarleikhússins.
Guðný Steinsdóttir hefur tekið við sem markaðsstjóri Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið.

Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu þar sem fram kemur að Guðný sé með með BA próf í sálfræði og meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Undanfarin ár hefur hún starfað sem markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar og stýrði þar stefnumótun, markaðssetningu, þróun og uppbyggingu fjölda vörumerkja.

Þar áður starfaði Guðný sem birtingarstjóri hjá Birtingarhúsinu og sem sérfræðingur í markaðsrannsóknum hjá PricewaterhouseCoopers.

Guðný tekur við starfinu af Pétri Rúnari Heimissyni sem hefur hafið störf sem markaðsstjóri Regins fasteignafélags.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.