Hvað eru mörg fífl í heiminum? Arna Pálsdóttir skrifar 27. júní 2022 07:01 „Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun