Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stýra Mann­auðs og menningar hjá OR

Atli Ísleifsson skrifar
Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir.
Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir. OR

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR.

Í tilkynningu frá OR segir að Ellen sé með Diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og hafi starfað í mannauðsmálum frá árinu 2006.

„Fyrst sem mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Símans og frá 2017 sem mannauðleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Ellen hefur komið að ýmsu er snýr að mannauðsmálum hjá OR og hefur m.a. verið bakhjarl stjórnenda við framkvæmd mannauðsstefnu og svokallaður vaxtarsproti (growth agent) og kyndilberi breytinga sem hefur það markmið að skapa virði fyrir viðskiptavini, starfsfólk og rekstur OR.

Þá situr Ellen í stjórn Carbfix, eins af dótturfélögum OR,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.