Banchero valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar og Mobley bræður sameinaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 16:30 Paolo Banchero mun spila fyrir Orlando Magic. ESPN Nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram með pompi og prakt í nótt. Paolo Banchero var valinn fyrstur og mun hann spila fyrir Orlando Magic á komandi tímabili. Paolo Banchero lék með Duka háskólanum og ætti að geta látið til sín taka strax á fyrsta tímabili með Orlando. Hann er sterkur framherji sem er þegar talinn líklegur til að vera valinn nýliði ársins. Chet Holmgren lék með Gonzaga, sama háskóla og Kári Árnason, fyrrverandi miðvörður íslenska landsliðsins, lék með um tíma. Holmgren er áhugaverður leikmaður en um er að ræða vel rúmlega tveggja metra háan mann sem getur varið hringinn og skotið þriggja stiga skotum. Er hann talinn einn áhugaverðasti leikmaður 2022 árgangsins. "I'm big on betting on myself" @ChetHolmgren pic.twitter.com/o6HCwbSuqM— NBA Draft (@NBADraft) June 24, 2022 Jabari Smith lék með Auburn háskóla og var lengi vel talið að hann yrði valinn fyrstur í ár. Hann þarf að bæta leik sinn á nokkrum sviðum en er góður skotmaður og sprækur varnarmaður. Talið er að hann muni passa vel með Jalen Green hjá Rockets. LETS GET IT pic.twitter.com/JaU79ignNa— Jabari Smith Jr (@jabarismithjr) June 24, 2022 Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi Keegan Murrey. Detroit Pistons valdi Jaden Ivey þar á eftir. Á vef CBS Sports má finna alla 58 leikmennina sem valdir voru í nýliðavalinu sem og umsögn um þá. Ein af skemmtilegri sögum nýliðavalsins er sú að Cleveland Cavaliers valdi Isiah Mobley sem þýðir að hann mun nú spila með bróðir sínum, Evan, í NBA-deildinni eftir að hafa spilað saman í gagnfræði- og háskóla. Same HS Same college Same NBA team Isaiah Mobley is drafted by the Cavs, joining forces his brother once again pic.twitter.com/iSY9IcqLUr— ESPN (@espn) June 24, 2022 Sonur goðsagnarinnar Scottie Pippen, Scottie Pipper Jr., skrifaði undir samning við Los Angeles Lakers. Mun hann geta spilað bæði fyrir Lakers sem og G-deildarlið þeirra. Shareef O‘Neal, sonur annarrar goðsagnar, mun svo spila fyrir Lakers í sumardeild NBA en óvíst er hvort hann verði í NBA-deildinni á næstu leiktíð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Paolo Banchero lék með Duka háskólanum og ætti að geta látið til sín taka strax á fyrsta tímabili með Orlando. Hann er sterkur framherji sem er þegar talinn líklegur til að vera valinn nýliði ársins. Chet Holmgren lék með Gonzaga, sama háskóla og Kári Árnason, fyrrverandi miðvörður íslenska landsliðsins, lék með um tíma. Holmgren er áhugaverður leikmaður en um er að ræða vel rúmlega tveggja metra háan mann sem getur varið hringinn og skotið þriggja stiga skotum. Er hann talinn einn áhugaverðasti leikmaður 2022 árgangsins. "I'm big on betting on myself" @ChetHolmgren pic.twitter.com/o6HCwbSuqM— NBA Draft (@NBADraft) June 24, 2022 Jabari Smith lék með Auburn háskóla og var lengi vel talið að hann yrði valinn fyrstur í ár. Hann þarf að bæta leik sinn á nokkrum sviðum en er góður skotmaður og sprækur varnarmaður. Talið er að hann muni passa vel með Jalen Green hjá Rockets. LETS GET IT pic.twitter.com/JaU79ignNa— Jabari Smith Jr (@jabarismithjr) June 24, 2022 Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi Keegan Murrey. Detroit Pistons valdi Jaden Ivey þar á eftir. Á vef CBS Sports má finna alla 58 leikmennina sem valdir voru í nýliðavalinu sem og umsögn um þá. Ein af skemmtilegri sögum nýliðavalsins er sú að Cleveland Cavaliers valdi Isiah Mobley sem þýðir að hann mun nú spila með bróðir sínum, Evan, í NBA-deildinni eftir að hafa spilað saman í gagnfræði- og háskóla. Same HS Same college Same NBA team Isaiah Mobley is drafted by the Cavs, joining forces his brother once again pic.twitter.com/iSY9IcqLUr— ESPN (@espn) June 24, 2022 Sonur goðsagnarinnar Scottie Pippen, Scottie Pipper Jr., skrifaði undir samning við Los Angeles Lakers. Mun hann geta spilað bæði fyrir Lakers sem og G-deildarlið þeirra. Shareef O‘Neal, sonur annarrar goðsagnar, mun svo spila fyrir Lakers í sumardeild NBA en óvíst er hvort hann verði í NBA-deildinni á næstu leiktíð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira