Viðskipti innlent

Rúm­lega milljarðs gjald­þrot fé­lags Magnúsar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Engar eignir fundust í búi Tomahawk framkvæmda.
Engar eignir fundust í búi Tomahawk framkvæmda. Stöð 2

Engar eignir fundust í búi Tomahawk framkvæmda ehf. þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur voru tæpir 1,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skiptalokatilkynningu í Lögbirtingablaðinu.

Tomahawk framkvæmdir ehf. var stofnað árið 2012 og var í eigu Magnúsar Garðars Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 9. mars síðastliðinn og lauk þeim þann 25. maí.

Magnús var árið 2020 dæmdur til að greiða þrotabúi United Silicon 1,2 milljarða vegna stórfelldra fjársvika. Magnús millifærði þar yfir milljarð króna af reikningum félagsins yfir á annað félag sem hann hafði yfirráð yfir og lét United Silicon greiða ólögmætar greiðslur til ýmissa aðila sem námi hundruðum milljónum króna. Magnús krafðist endurupptöku á málinu en Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því.

DV greinir frá því að Magnús sé grunaður um stórfellt misferli í tengslum við rekstur Tomahawk framkvæmda ehf. og að umfangsmikil rannsókn lögreglu á Magnúsi og félaga í hans eigi sé í fullum gangi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.