Takk Seðlabankastjóri Vilhjálmur Birgisson skrifar 16. júní 2022 12:00 Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun