Salan eykst þó Íslendingar flykkist til útlanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2022 23:19 Þórður Kristinsson er sölustjóri Útilegumannsins. Vísir/Egill Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera. Þó Íslendingar streymi nú til útlanda, eins og fyrir faraldur, þá er ekkert lát á sölu á hjólhýsum. Útilegumaðurinn er eitt þeirra fyrirtækja sem selur ferðaþyrstum Íslendingum hjólhýsi og aðra ferðavagna. Sölustjóri verslunarinnar segir meira seljast nú en í fyrra. „Þetta ár er ekki verra en síðasta ár og við erum að sjá fleiri sölur núna en í fyrra. Við erum mjög sátt við alla sölu núna,“ segir Þórður Kristinsson, sölustjóri Útilegumannsins. Mikil aukning varð í sölu hjólhýsa sumarið 2020, skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni, með tilheyrandi takmörkunum á útlandaferðir. Þórður segir það koma nokkuð á óvart að ásóknin nú sé jafn mikil og raun ber vitni, nú þegar útlönd hafa verið opnuð upp á gátt og ferðalög Íslendinga utan landsteinanna farin að aukast á ný. Innanlandsferðalög síðustu tveggja ára hafi greinilega opnað nýjan heim fyrir sumum. „Fólk er að uppgötva landið aftur, og sumir bara í fyrsta skipti.“ Sala á hjólhýsum tók kipp í Covid, en virðist ekki vera á niðurleið þó áhrifa faraldursins gæti mun minna en síðustu tvö sumur.Vísir/Egill Bjuggust þið ekkert við því að þetta myndi ganga til baka þegar útlönd opnuðu aftur? „Auðvitað hugsuðum við um það, en við höfðum skynsemina fyrir okkur og pöntuðum meira heldur en í fyrra. Það er reynslan að fólk er að ferðast innanlands og nei, ég vil meina það að fólk vilji vera hér heima.“ Þannig að þið munuð ekki sitja uppi með stóran lager af ókeyptum hjólhýsum? „Örugglega ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þó Íslendingar streymi nú til útlanda, eins og fyrir faraldur, þá er ekkert lát á sölu á hjólhýsum. Útilegumaðurinn er eitt þeirra fyrirtækja sem selur ferðaþyrstum Íslendingum hjólhýsi og aðra ferðavagna. Sölustjóri verslunarinnar segir meira seljast nú en í fyrra. „Þetta ár er ekki verra en síðasta ár og við erum að sjá fleiri sölur núna en í fyrra. Við erum mjög sátt við alla sölu núna,“ segir Þórður Kristinsson, sölustjóri Útilegumannsins. Mikil aukning varð í sölu hjólhýsa sumarið 2020, skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni, með tilheyrandi takmörkunum á útlandaferðir. Þórður segir það koma nokkuð á óvart að ásóknin nú sé jafn mikil og raun ber vitni, nú þegar útlönd hafa verið opnuð upp á gátt og ferðalög Íslendinga utan landsteinanna farin að aukast á ný. Innanlandsferðalög síðustu tveggja ára hafi greinilega opnað nýjan heim fyrir sumum. „Fólk er að uppgötva landið aftur, og sumir bara í fyrsta skipti.“ Sala á hjólhýsum tók kipp í Covid, en virðist ekki vera á niðurleið þó áhrifa faraldursins gæti mun minna en síðustu tvö sumur.Vísir/Egill Bjuggust þið ekkert við því að þetta myndi ganga til baka þegar útlönd opnuðu aftur? „Auðvitað hugsuðum við um það, en við höfðum skynsemina fyrir okkur og pöntuðum meira heldur en í fyrra. Það er reynslan að fólk er að ferðast innanlands og nei, ég vil meina það að fólk vilji vera hér heima.“ Þannig að þið munuð ekki sitja uppi með stóran lager af ókeyptum hjólhýsum? „Örugglega ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira