Rafmyntir í ólgusjó Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 14. júní 2022 16:39 Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021. Getty/TERADAT SANTIVIVUT Einn versti dagur í sögu rafmyntamarkaðsins rann upp nú á mánudag. Markaðurinn hefur tekið vænar niðursveiflur á síðustu vikum vegna hækkandi vaxta og aukinnar verðbólgu en heildarvirði rafmyntamarkaðsins hrundi niður fyrir eina trilljón Bandaríkjadala. Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021 en verðmætasta rafmynt heims, Bitcoin féll um 14 prósent í gær og hefur ekki mælst lægri í 18 mánuði. Að sama skapi féll Ether um 18 prósent, niður í lægsta virði myntarinnar síðan í janúar 2021. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um málið. Bitcoin hefur tapað 25 prósent af virði síðan á föstudag en virði myntarinnar er 67 prósent minna en þegar hún var verðmætust í nóvember 2021. Í kjölfar hækkandi vaxta og verðbólgu reyna fjárfestar að losa sig við áhætturíkar eignir með hraði, þar á meðal rafmyntir. Á mánudaginn lokuðu tveir stærstu rafmyntaverkvangar heims, Binance og Celsius fyrir sölu á rafmyntum til þess að vernda eigin starfsemi en samkvæmt umfjöllun CNN um málið eru eignir Celsius metnar á 3,7 milljarða Bandaríkjadala. Rafmyntir Bandaríkin Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021 en verðmætasta rafmynt heims, Bitcoin féll um 14 prósent í gær og hefur ekki mælst lægri í 18 mánuði. Að sama skapi féll Ether um 18 prósent, niður í lægsta virði myntarinnar síðan í janúar 2021. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um málið. Bitcoin hefur tapað 25 prósent af virði síðan á föstudag en virði myntarinnar er 67 prósent minna en þegar hún var verðmætust í nóvember 2021. Í kjölfar hækkandi vaxta og verðbólgu reyna fjárfestar að losa sig við áhætturíkar eignir með hraði, þar á meðal rafmyntir. Á mánudaginn lokuðu tveir stærstu rafmyntaverkvangar heims, Binance og Celsius fyrir sölu á rafmyntum til þess að vernda eigin starfsemi en samkvæmt umfjöllun CNN um málið eru eignir Celsius metnar á 3,7 milljarða Bandaríkjadala.
Rafmyntir Bandaríkin Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira