Ólafía Þórunn um endurkomuna: „Höfuðið hélt að ég gæti meira en líkaminn vildi gera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 09:01 Ólafía Þórunn er mættur aftur á völlinn eftir dágóða pásu. Instagram@olafiakri „Það voru mikil viðbrigði að koma til baka,“ sagði atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún er að snúa til baká golfvöllinn eftir að hafa orðið móðir í fyrsta sinn. Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Ólafíu Þórunni um endurkomuna en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum neðst í fréttinni. „Á fyrsta mótinu var mjög gaman að sjá allt fólkið aftur og komast í þennan gír en ég fann að höfuðið hélt að ég gæti meira en líkaminn vildi gera. Það vantaði fínu hreyfingarnar og tilfinninguna í stutta spilinu,“ hélt Ólafía Þórunn áfram. Breytt æfingaplan „Það hefur gengið rosalega vel. Við búum í Þýskalandi, við hliðina á foreldrum hans Thomas (Bojanowski, barnsföður Ólafíu Þórunnar) þannig að ég skutla honum bara yfir klukkan átta á morgnana og fer svo út á völl og æfi mig.“ „Þetta eru meiri „quality“ æfingar núna þar sem ég hef ekki allan tímann í heiminum. Ég verð virkilega að nýta tímann sem ég fæ.“ Um sumarið „Ég er alltaf að vinna að því (að ná fyrri styrk). Þetta kemur skref fyrir skref, ég sé alltaf bætingar. Það eina sem vantar upp á er högglengdin. Kannski mögulega þessi tilfinning að vera í golfmótum. Er bara búinn að taka þátt í tveimur mótum og það vantar smá skerpu, að halda einbeitingu í þessa fjóra klukkutíma, höndla pressu og þannig.“ „Finn það og er búin að vera vinna mikið í því síðustu vikur en þetta kemur allt.“ „Ég var að komast inn í mót í Tékklandi sem fer fram undir lok júní. Ég elska Tékklandsvöllinn og fýla Tékkland líka svo ég er rosalega spennt. Mamma og pabbi ætla að koma og passa á meðan ég keppi og Tómas ætlar að vera á pokanum (kylfusveinn) svo þetta er virkilega fjölskyldusport núna.“ „Það er planið að taka þátt á Íslandsmótinu í höggleik. Ég er búin að finna mér íbúð í Vestmannaeyjum þannig að ég kem með allt bandið,“ sagði Ólafía Þórunn að endingu. Klippa: Viðtal við Ólafíu Þórunni Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Ólafíu Þórunni um endurkomuna en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum neðst í fréttinni. „Á fyrsta mótinu var mjög gaman að sjá allt fólkið aftur og komast í þennan gír en ég fann að höfuðið hélt að ég gæti meira en líkaminn vildi gera. Það vantaði fínu hreyfingarnar og tilfinninguna í stutta spilinu,“ hélt Ólafía Þórunn áfram. Breytt æfingaplan „Það hefur gengið rosalega vel. Við búum í Þýskalandi, við hliðina á foreldrum hans Thomas (Bojanowski, barnsföður Ólafíu Þórunnar) þannig að ég skutla honum bara yfir klukkan átta á morgnana og fer svo út á völl og æfi mig.“ „Þetta eru meiri „quality“ æfingar núna þar sem ég hef ekki allan tímann í heiminum. Ég verð virkilega að nýta tímann sem ég fæ.“ Um sumarið „Ég er alltaf að vinna að því (að ná fyrri styrk). Þetta kemur skref fyrir skref, ég sé alltaf bætingar. Það eina sem vantar upp á er högglengdin. Kannski mögulega þessi tilfinning að vera í golfmótum. Er bara búinn að taka þátt í tveimur mótum og það vantar smá skerpu, að halda einbeitingu í þessa fjóra klukkutíma, höndla pressu og þannig.“ „Finn það og er búin að vera vinna mikið í því síðustu vikur en þetta kemur allt.“ „Ég var að komast inn í mót í Tékklandi sem fer fram undir lok júní. Ég elska Tékklandsvöllinn og fýla Tékkland líka svo ég er rosalega spennt. Mamma og pabbi ætla að koma og passa á meðan ég keppi og Tómas ætlar að vera á pokanum (kylfusveinn) svo þetta er virkilega fjölskyldusport núna.“ „Það er planið að taka þátt á Íslandsmótinu í höggleik. Ég er búin að finna mér íbúð í Vestmannaeyjum þannig að ég kem með allt bandið,“ sagði Ólafía Þórunn að endingu. Klippa: Viðtal við Ólafíu Þórunni
Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira