Stjórn Festar segist hafa haft frumkvæði að starfslokum Eggerts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2022 17:34 Eggert Þór mun láta af störfum 1. ágúst næstkomandi. Festi Festi hf. hafði forgöngu að samtali við Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festar, um starfslok hans á fimmtudag í síðustu viku. Félagið segir starfslok hans ekki tengjast Þórði Má Jóhannssyni, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Kauphöllinni barst tilkynning um það fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn að Eggert Þór hafi sagt starfi sínu hjá Festi lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Síðan þá hafa sögur þess efnis að Eggert hafi ekki haft frumkvæði að starfslokum sínum verið á kreiki og Festi nú staðfest það. „Stjórn Festi hf. hafði forgöngu að samtali við forstjóra um starfslok hans fimmtudaginn 2. júní 2022. Við þær aðstæður óskað forstjói eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hagsmuni sjálfs síns og félagsins í huga. Var fallist á þá málaleitan og náðust samningar samdægurs á milli félagsins og forstjóra um starfslok hans eins og tilkynning til kauphallar þann dag með sér,“ segir í tilkynningu sem stjórn Festar sendi Kauphöllinni um málið nú síðdegis. Stóð til að ræða við Vítalíu um starfslok Eggerts Kauphöllin hóf skoðun á málinu með upplýsingaskyldu félaga á markaði að leiðarljósi en forstjóri Kauphallarinnar hefur lítið viljað segja um þá skoðun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði forstjórinn ætlað að ræða við Vítalíu Lazarevu, sem kært hefur Þórð Má fyrrverandi stjórnarformann Festar og tvo aðra menn til lögreglu fyrir kynferðisbrot, um starfslok Eggerts. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Festar að stjórnin standi við ákvörðun sína og segir að félagið standi nú á tímamótum eftir mörg ár af uppbyggingu og mótum. Þá segir jafnframt að starfslok Eggerts tengist ekki málum Þórðar Más, fyrrverandi stjórnarformanns Festar. „Tenging þessa máls við mál fyrrverandi stjórnarformanns, aðdraganda afsagnar hans, og fleiri vangaveltur af þeim meiði, eiga sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum og er vísað algjörlega á bug.“ Mál Vítalíu Lazarevu Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41 Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Kauphöllinni barst tilkynning um það fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn að Eggert Þór hafi sagt starfi sínu hjá Festi lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Síðan þá hafa sögur þess efnis að Eggert hafi ekki haft frumkvæði að starfslokum sínum verið á kreiki og Festi nú staðfest það. „Stjórn Festi hf. hafði forgöngu að samtali við forstjóra um starfslok hans fimmtudaginn 2. júní 2022. Við þær aðstæður óskað forstjói eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hagsmuni sjálfs síns og félagsins í huga. Var fallist á þá málaleitan og náðust samningar samdægurs á milli félagsins og forstjóra um starfslok hans eins og tilkynning til kauphallar þann dag með sér,“ segir í tilkynningu sem stjórn Festar sendi Kauphöllinni um málið nú síðdegis. Stóð til að ræða við Vítalíu um starfslok Eggerts Kauphöllin hóf skoðun á málinu með upplýsingaskyldu félaga á markaði að leiðarljósi en forstjóri Kauphallarinnar hefur lítið viljað segja um þá skoðun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði forstjórinn ætlað að ræða við Vítalíu Lazarevu, sem kært hefur Þórð Má fyrrverandi stjórnarformann Festar og tvo aðra menn til lögreglu fyrir kynferðisbrot, um starfslok Eggerts. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Festar að stjórnin standi við ákvörðun sína og segir að félagið standi nú á tímamótum eftir mörg ár af uppbyggingu og mótum. Þá segir jafnframt að starfslok Eggerts tengist ekki málum Þórðar Más, fyrrverandi stjórnarformanns Festar. „Tenging þessa máls við mál fyrrverandi stjórnarformanns, aðdraganda afsagnar hans, og fleiri vangaveltur af þeim meiði, eiga sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum og er vísað algjörlega á bug.“
Mál Vítalíu Lazarevu Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41 Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41
Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34