Stjórn Festar segist hafa haft frumkvæði að starfslokum Eggerts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2022 17:34 Eggert Þór mun láta af störfum 1. ágúst næstkomandi. Festi Festi hf. hafði forgöngu að samtali við Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festar, um starfslok hans á fimmtudag í síðustu viku. Félagið segir starfslok hans ekki tengjast Þórði Má Jóhannssyni, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Kauphöllinni barst tilkynning um það fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn að Eggert Þór hafi sagt starfi sínu hjá Festi lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Síðan þá hafa sögur þess efnis að Eggert hafi ekki haft frumkvæði að starfslokum sínum verið á kreiki og Festi nú staðfest það. „Stjórn Festi hf. hafði forgöngu að samtali við forstjóra um starfslok hans fimmtudaginn 2. júní 2022. Við þær aðstæður óskað forstjói eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hagsmuni sjálfs síns og félagsins í huga. Var fallist á þá málaleitan og náðust samningar samdægurs á milli félagsins og forstjóra um starfslok hans eins og tilkynning til kauphallar þann dag með sér,“ segir í tilkynningu sem stjórn Festar sendi Kauphöllinni um málið nú síðdegis. Stóð til að ræða við Vítalíu um starfslok Eggerts Kauphöllin hóf skoðun á málinu með upplýsingaskyldu félaga á markaði að leiðarljósi en forstjóri Kauphallarinnar hefur lítið viljað segja um þá skoðun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði forstjórinn ætlað að ræða við Vítalíu Lazarevu, sem kært hefur Þórð Má fyrrverandi stjórnarformann Festar og tvo aðra menn til lögreglu fyrir kynferðisbrot, um starfslok Eggerts. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Festar að stjórnin standi við ákvörðun sína og segir að félagið standi nú á tímamótum eftir mörg ár af uppbyggingu og mótum. Þá segir jafnframt að starfslok Eggerts tengist ekki málum Þórðar Más, fyrrverandi stjórnarformanns Festar. „Tenging þessa máls við mál fyrrverandi stjórnarformanns, aðdraganda afsagnar hans, og fleiri vangaveltur af þeim meiði, eiga sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum og er vísað algjörlega á bug.“ Mál Vítalíu Lazarevu Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41 Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Kauphöllinni barst tilkynning um það fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn að Eggert Þór hafi sagt starfi sínu hjá Festi lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Síðan þá hafa sögur þess efnis að Eggert hafi ekki haft frumkvæði að starfslokum sínum verið á kreiki og Festi nú staðfest það. „Stjórn Festi hf. hafði forgöngu að samtali við forstjóra um starfslok hans fimmtudaginn 2. júní 2022. Við þær aðstæður óskað forstjói eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hagsmuni sjálfs síns og félagsins í huga. Var fallist á þá málaleitan og náðust samningar samdægurs á milli félagsins og forstjóra um starfslok hans eins og tilkynning til kauphallar þann dag með sér,“ segir í tilkynningu sem stjórn Festar sendi Kauphöllinni um málið nú síðdegis. Stóð til að ræða við Vítalíu um starfslok Eggerts Kauphöllin hóf skoðun á málinu með upplýsingaskyldu félaga á markaði að leiðarljósi en forstjóri Kauphallarinnar hefur lítið viljað segja um þá skoðun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði forstjórinn ætlað að ræða við Vítalíu Lazarevu, sem kært hefur Þórð Má fyrrverandi stjórnarformann Festar og tvo aðra menn til lögreglu fyrir kynferðisbrot, um starfslok Eggerts. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Festar að stjórnin standi við ákvörðun sína og segir að félagið standi nú á tímamótum eftir mörg ár af uppbyggingu og mótum. Þá segir jafnframt að starfslok Eggerts tengist ekki málum Þórðar Más, fyrrverandi stjórnarformanns Festar. „Tenging þessa máls við mál fyrrverandi stjórnarformanns, aðdraganda afsagnar hans, og fleiri vangaveltur af þeim meiði, eiga sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum og er vísað algjörlega á bug.“
Mál Vítalíu Lazarevu Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41 Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41
Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34