Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júní 2022 11:51 Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold á Suður-Grænlandi Mynd/AEX Gold. Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AEX Gold en fyrirtækið var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold sem mun taka upp nýtt nafn á aðalfundi félagsins 16. júní næstkomandi, Amaroq Minerals. Samkvæmt tilkynningu hefur AEX Gold gert samkomulag við ACAM Investments um fjármögnun á rannsóknum og vinnslu málmanna næstu þrjú til fimm árin en auðkýfingarnir Louis Bacon og Tim Leslie standa á bakvið sjóðinn. Í heildina sé framlag AEX og ACAM metið á um 4,6 milljarða króna og gert ráð fyrir því að stórir fjárfestar komi að verkefninu á síðari stigum. Í tilkynningu segir að þróunar og vinnsluleyfin séu í heildina sjö talsins, sem liggi öll á belti frá Kanada til Skandinavíu og í gegnum Grænland. Megi finna stórar námur á þessu svæðið til að vinna fyrrgreinda málma. Ísland í lykilhlutverki orkuskipta Fyrirtækið segir Ísland munu leika lykilhlutverk í vinnslu þeirra málma sem þurfi til orkuskipta. „AEX er að skoða hvernig skandinavískum og íslenskum fjárfestum verður gefið færi að taka þátt í verkefnunum á Grænlandi, sérstaklega þar sem stór partur af þjónustunni mun koma frá Íslandi,“ segir í tilkynningu. Eins sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að auðlindum sem þessum. Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX, segist afar ánægður með samstarf við ACAM á leyfissvæðum þeirra. „Þessi samvinna gerir okkur kleift að hraða rannsóknum og vinnslu og koma þessum mikilvægu málmum fyrr inn í hagkerfi heimsins. Samkomulagið gerir okkur einnig kleift að kanna stærra svæði til að finna meira af slíkum málmtegundum.“ Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Vísir/Egill Hann segir hinn vestræna heim skorta efnahagslega mikilvæga málma til að knýja orkuskiptin. „Sviptingar í alþjóðamálum hafa sett afhendingaröryggi á þessum málmum í mjög skarpan fókus og Suður-Grænland er eitt af fáum svæðum innan OECD sem enn er mögulegt að vinna þessa mikilvægu málma. Rannsóknarvinna okkar hingað til hefur styrkt okkur í þeirri trú að á Suður-Grænlandi sé að finna umtalsvert magn þessara málma.” sagði Eldur að lokum. Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AEX Gold en fyrirtækið var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold sem mun taka upp nýtt nafn á aðalfundi félagsins 16. júní næstkomandi, Amaroq Minerals. Samkvæmt tilkynningu hefur AEX Gold gert samkomulag við ACAM Investments um fjármögnun á rannsóknum og vinnslu málmanna næstu þrjú til fimm árin en auðkýfingarnir Louis Bacon og Tim Leslie standa á bakvið sjóðinn. Í heildina sé framlag AEX og ACAM metið á um 4,6 milljarða króna og gert ráð fyrir því að stórir fjárfestar komi að verkefninu á síðari stigum. Í tilkynningu segir að þróunar og vinnsluleyfin séu í heildina sjö talsins, sem liggi öll á belti frá Kanada til Skandinavíu og í gegnum Grænland. Megi finna stórar námur á þessu svæðið til að vinna fyrrgreinda málma. Ísland í lykilhlutverki orkuskipta Fyrirtækið segir Ísland munu leika lykilhlutverk í vinnslu þeirra málma sem þurfi til orkuskipta. „AEX er að skoða hvernig skandinavískum og íslenskum fjárfestum verður gefið færi að taka þátt í verkefnunum á Grænlandi, sérstaklega þar sem stór partur af þjónustunni mun koma frá Íslandi,“ segir í tilkynningu. Eins sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að auðlindum sem þessum. Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX, segist afar ánægður með samstarf við ACAM á leyfissvæðum þeirra. „Þessi samvinna gerir okkur kleift að hraða rannsóknum og vinnslu og koma þessum mikilvægu málmum fyrr inn í hagkerfi heimsins. Samkomulagið gerir okkur einnig kleift að kanna stærra svæði til að finna meira af slíkum málmtegundum.“ Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Vísir/Egill Hann segir hinn vestræna heim skorta efnahagslega mikilvæga málma til að knýja orkuskiptin. „Sviptingar í alþjóðamálum hafa sett afhendingaröryggi á þessum málmum í mjög skarpan fókus og Suður-Grænland er eitt af fáum svæðum innan OECD sem enn er mögulegt að vinna þessa mikilvægu málma. Rannsóknarvinna okkar hingað til hefur styrkt okkur í þeirri trú að á Suður-Grænlandi sé að finna umtalsvert magn þessara málma.” sagði Eldur að lokum.
Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08