Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 11:39 Eyþór Ívar forseti Akademias, Harpa framkvæmdastjóri Hoobla og Guðmundur Arnar framkvæmdastjóri Akademias. Aðsend Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver. Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver.
Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira