Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 11:39 Eyþór Ívar forseti Akademias, Harpa framkvæmdastjóri Hoobla og Guðmundur Arnar framkvæmdastjóri Akademias. Aðsend Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver. Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver.
Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira