Kaupa ferðaþjónustufyrirtæki í Alaska Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 08:36 Gréta María Grétarsdóttir er forstjóri Arctic Adventures. Vísir/Vilhelm Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring. Í tilkynningu frá segir að markmið félaganna sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. „Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn var stöðugur vöxtur ferðamanna til Alaska og er ferðaþjónustan í Alaska vel í stakk búin til að halda áfram vexti á næstu árum. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska. All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og eru einn af fremstu ferðaskipuleggjendum í Alaska og Yukon, Kanada. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.“ Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Arctic Adventures, að Alaska sé að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. „Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi. Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures,“ segir Gréta María. Um Pt Capital segir að það sé fjárfestingarfyrirtæki með aðsetur í Alaska sem fjárfesti í ferðaþjónustu, tækni, iðnaði og fluggeiranum. Pt Capital hefur nú umsjón með eignasafni níu einkafyrirtækja í Bandaríkjunum, Íslandi og Finnlandi þar sem starfa alls yfir 1.400 starfsmenn. Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu frá segir að markmið félaganna sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. „Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn var stöðugur vöxtur ferðamanna til Alaska og er ferðaþjónustan í Alaska vel í stakk búin til að halda áfram vexti á næstu árum. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska. All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og eru einn af fremstu ferðaskipuleggjendum í Alaska og Yukon, Kanada. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.“ Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Arctic Adventures, að Alaska sé að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. „Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi. Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures,“ segir Gréta María. Um Pt Capital segir að það sé fjárfestingarfyrirtæki með aðsetur í Alaska sem fjárfesti í ferðaþjónustu, tækni, iðnaði og fluggeiranum. Pt Capital hefur nú umsjón með eignasafni níu einkafyrirtækja í Bandaríkjunum, Íslandi og Finnlandi þar sem starfa alls yfir 1.400 starfsmenn.
Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira