Tengiflugskerfið til Bandaríkjanna umbreytir rekstri Play Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2022 13:09 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að bókunarstaðan í sumar sé gríðarlega sterk. Vísir/sigurjón Flugfélagið Play flutti rúmlega 56.600 farþega í maí sem er 58% aukning frá aprílmánuði. Farþegafjöldinn í maí var jafnmikill og á öllum fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Play segir tengiflugskerfi til Bandaríkjanna umbreyta rekstrinum og að það gangi vel að koma sér fyrir á flugmarkaðnum. Hækkandi olíuverð og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar settu strik í reikninginn hjá Play á fyrsta ársfjórðungi. „Við létum það ekkert slá okkur út af laginu og höfum verið að einblína á þennan tímapunkt núna. Við sáum svo sem alveg bókanirnar styrkjast gríðarlega mikið inn í sumarið og inn í árið þannig að við vorum ekkert að gráta það sérstakelga en við, eins og aðrir,hefðum viljað kveðja COVID fyrr en við gerðum.“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Viðsnúningur í rekstrinum varð þó í maí. Farþegafjöldi þess mánaðar var næstum því jafnmikill og í janúar, febrúar og mars samanlagt. Sætanýting í maí var um 70%. Birgir bendir á að nú blasi við allt önnur mynd en á fyrsta ársfjórðungi meðal annars vegna tengiflugsleiðakerfisins en félagið flytur nú farþega á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Sætanýting er að styrkjast og bókunarstaðan í sumar er sterk. „Í þessari viku erum við að hefja flug á New York Stewart flugvöllinn sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Manhattan og það er völlur sem er að ganga gríðarlega vel hjá okkur og ekki bara fyrir Íslendinga heldur ekki síst Bandaríkjamenn sem eru á leið til Evrópu. Þarna erum við greinilega að hitta algjörlega í mark. Síðan erum við með aðra áfangastaði eins og Lissabon, Bologna, Gautaborgog fleiri staði sem eru meira hugsaði fyrir Íslendinga sem fara gríðarlega vel af stað.“ Flugfélagið hefur sett í gagnið flug til tveggja af þremur tengiflugsáfangastöðum og eru stjórnendur farnir að sjá aukin umsvif í rekstrinum. Birgir segir að það leyni sér ekki að mikill ferðahugur sé í fólki. „Ekki bara hjá Íslendingum heldur beggja vegna Atlantshafsins. Það gleymist oft að af farþegunum okkar þá eru mun fleiri sem eru tengifarþegar og ferðamenn að koma til landsins en nokkurn tímann Íslendingar þannig að reksturinn hjá okkur er að umbreytast á þessum vikum. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina.“ Fréttir af flugi Play Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01 Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02 Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Hækkandi olíuverð og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar settu strik í reikninginn hjá Play á fyrsta ársfjórðungi. „Við létum það ekkert slá okkur út af laginu og höfum verið að einblína á þennan tímapunkt núna. Við sáum svo sem alveg bókanirnar styrkjast gríðarlega mikið inn í sumarið og inn í árið þannig að við vorum ekkert að gráta það sérstakelga en við, eins og aðrir,hefðum viljað kveðja COVID fyrr en við gerðum.“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Viðsnúningur í rekstrinum varð þó í maí. Farþegafjöldi þess mánaðar var næstum því jafnmikill og í janúar, febrúar og mars samanlagt. Sætanýting í maí var um 70%. Birgir bendir á að nú blasi við allt önnur mynd en á fyrsta ársfjórðungi meðal annars vegna tengiflugsleiðakerfisins en félagið flytur nú farþega á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Sætanýting er að styrkjast og bókunarstaðan í sumar er sterk. „Í þessari viku erum við að hefja flug á New York Stewart flugvöllinn sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Manhattan og það er völlur sem er að ganga gríðarlega vel hjá okkur og ekki bara fyrir Íslendinga heldur ekki síst Bandaríkjamenn sem eru á leið til Evrópu. Þarna erum við greinilega að hitta algjörlega í mark. Síðan erum við með aðra áfangastaði eins og Lissabon, Bologna, Gautaborgog fleiri staði sem eru meira hugsaði fyrir Íslendinga sem fara gríðarlega vel af stað.“ Flugfélagið hefur sett í gagnið flug til tveggja af þremur tengiflugsáfangastöðum og eru stjórnendur farnir að sjá aukin umsvif í rekstrinum. Birgir segir að það leyni sér ekki að mikill ferðahugur sé í fólki. „Ekki bara hjá Íslendingum heldur beggja vegna Atlantshafsins. Það gleymist oft að af farþegunum okkar þá eru mun fleiri sem eru tengifarþegar og ferðamenn að koma til landsins en nokkurn tímann Íslendingar þannig að reksturinn hjá okkur er að umbreytast á þessum vikum. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina.“
Fréttir af flugi Play Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01 Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02 Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02
Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03