Nýir eigendur Galtalækjar taka því rólega en stefna á deiliskipulagningu Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 11:09 Nýir eigendur Galtalækjar munu að öllum líkindum ekki hafa mikil not fyrir aðalþjónustuhúsið á gamla tjaldsvæðinu. vísir/óttar Vinjar ehf., félag í eigu nokkurra fjárfesta, hefur gengið frá kaupum á Galtalækjarskógi og hluta af Merkihvolslandi, sem liggur austur af skóginum. Stjórnarformaður félagsins segir stefnuna fyrst og fremst vera að koma svæðinu í sómasamlegt ástand. Sem stendur eru engin frekari áform um nýtingu landsins. Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira
Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar
Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira