Nýir eigendur Galtalækjar taka því rólega en stefna á deiliskipulagningu Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 11:09 Nýir eigendur Galtalækjar munu að öllum líkindum ekki hafa mikil not fyrir aðalþjónustuhúsið á gamla tjaldsvæðinu. vísir/óttar Vinjar ehf., félag í eigu nokkurra fjárfesta, hefur gengið frá kaupum á Galtalækjarskógi og hluta af Merkihvolslandi, sem liggur austur af skóginum. Stjórnarformaður félagsins segir stefnuna fyrst og fremst vera að koma svæðinu í sómasamlegt ástand. Sem stendur eru engin frekari áform um nýtingu landsins. Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar
Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira