Bjarni og félagar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap í vítakeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 19:39 Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde unnu dramatískan sigur í kvöld. Skövde Ystads IF er sænskur meistari í handbolta eftir sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og félögum hans í Skövde í kvöld. Lokatölur eftir tvær framlengingar og vítakeppni urðu 47-46. Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022 Sænski handboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022
Sænski handboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira