Neytendur

Inn­kalla leik­fangið „Mus­hroom teet­her“

Atli Ísleifsson skrifar
Ástæða innköllunar er að sveppahaus leikfangsins getur snúist við og skapað mjög þétt sog sem getur valdið hættu á köfnun.
Ástæða innköllunar er að sveppahaus leikfangsins getur snúist við og skapað mjög þétt sog sem getur valdið hættu á köfnun. Amazon

Amazon hefur innkallað leikfangið „Mushroom Teether toys for Newborn Babies, Toddlers, infants, Relieve Sore Gum – BPA-Free Chew Toy “sem selt hefur verið á heimasíðu fyrirtækisins.

Ástæða innköllunar er að sveppahaus leikfangsins getur snúist við og skapað mjög þétt sog sem getur valdið hættu á köfnun. Leikfangið getur því verið lífshættulegt og á ekki að vera í notkun undir neinum kringumstæðum.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innkölluninni í tilkynningunni, en grunur leikur á að leikfangið sé í umferð á Íslandi. Einnig er hugsanlegt að leikfangið hafi einnig borist hingað til lands eftir öðrum leiðum.

Leikfangið sem hér um ræðir hefur verið til sölu hjá Amazon síðan 24. september 2021.

HMS beinir því til allra eigenda „Mushroom teether“ að hætta notkun leikfangsins þegar í staðog hafa samband við Amazon eða viðeigandi söluaðila.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×