Golf

Tiger dregur sig úr keppni á PGA

Atli Arason skrifar
Tiger Woods hefur lokið leik á PGA mótaröðinni eftir þrjár umferðir.  
Tiger Woods hefur lokið leik á PGA mótaröðinni eftir þrjár umferðir.   Getty Images

Tiger Woods hefur lokið leik á PGA meistaramótinu í golfi en hann hefur ekki náð sér á strik eftir bílslys sem hann lenti í á síðasta ári.

Woods sagði þetta gott eftir að hann var kominn níu höggum yfir par 79, sem er versta frammistaða hans í þeim 22 PGA mótum sem hann hefur tekið þátt í.

Kylfingurinn knái átti erfitt með göngulag á vellinum en hann virtist bæði haltur og stífur þegar hann gekk um grasið.

Sílemaðurinn Mito Pereira er í forystu eftir gærdaginn níu höggum undir pari. Hann er þremur höggum á undan þeim Matt Fitzpatrick og Will Zalatoris. Pereira er ekki þekkt stærð í golfinu en hann er í 100. sæti heimslistans.

PGA mótaröðin fer aftur af stað klukkan 16 í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.