Boston fyrsta liðið til að vinna í Miami í úrslitakeppninni og allt jafnt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 07:31 Marcus Smart missti af leik eitt en sýndi mikilvægi sitt í öðrum leiknum í nótt þar sem Boston Celtics vann stórsigur á Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar. AP/Lynne Sladky Boston Celtics jafnaði úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í 1-1 eftir sannfærandi 25 stiga útisigur á Miami Heat í úrslitakeppni NBA í nótt. Jayson Tatum skoraði 27 stig þegar Boston Celtics vann 127-102 sigur en þeir Marcus Smart og Jaylen Brown voru báðir með 24 stig. „Strákarnir eru stoltir, horfðu á gullna tækifærið sem við misstum af í leik eitt og vissu að þeir gætu gert betur. Við gerðum það í kvöld,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics. 24 PTS 8 REB 4 3PMJaylen Brown dropped buckets for the @celtics in their Game 2 victory! #BleedGreen pic.twitter.com/cC3yQNH2TY— NBA (@NBA) May 20, 2022 Jimmy Butler skoraði 29 stig á 32 mínútum fyrir Miami Heat sem tapaði í fyrsta sinn á heimavelli í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið alla hina sjö leikina sína. Gabe Vincent og Victor Oladipo skoruðu báðir 14 stig. Annan leikinn í röð voru Boston menn yfir í hálfleik en nú með 25 stigum eftir frábæran fyrri hálfleik. Miami sneri við fyrsta leiknum í leik eitt með frábærum þriðja leikhluta en það var ekkert slíkt í boði hjá Boston mönnum í nótt. Marcus Smart was seeing green in Game 2, dropping 24 points and setting a Playoff career-high with 12 dimes to lead the @celtics to the win! #BleedGreen@smart_MS3: 24 PTS, 9 REB, 12 AST, 3 STL, 5 3PM Game 3: Saturday, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/MFzLO7ROSp— NBA (@NBA) May 20, 2022 Marcus Smart missti af fyrsta leiknum og munaði vissulega mikið um það. Hann sýndi mikilvægi sitt með því að vera aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni því auk 24 stiga var hann með 12 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Al Horford missti líka af leik eitt vegna kórónuveirusmits en fékk leyfi til að spila í nótt og skilaði 10 stigum. Það merkilega við góðan fyrri hálfleik Boston liðsins að liðið var komið tíu stigum undir í upphafi leiks en vann síðan átján mínútna kafla 60-21 sem skilaði liðinu 70-45 hálfleiksforystu. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 Brown gat tóninn í upphafi leiks með því að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum en Boston liðið hitti þá úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta er bara einn sigur og það er það sem reyndir leikmenn átta sig á inn í klefa. Við erum ekki hrifnir af þessu. Þeir spiluðu rosalega vel. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum bara að finna einhverjar lausnir,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Boston er nú búið að stela heimavallarréttinum en næstu tveir leikir eru í Boston og sá fyrri af þeim fer fram á sunnudaginn. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 NBA Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Jayson Tatum skoraði 27 stig þegar Boston Celtics vann 127-102 sigur en þeir Marcus Smart og Jaylen Brown voru báðir með 24 stig. „Strákarnir eru stoltir, horfðu á gullna tækifærið sem við misstum af í leik eitt og vissu að þeir gætu gert betur. Við gerðum það í kvöld,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics. 24 PTS 8 REB 4 3PMJaylen Brown dropped buckets for the @celtics in their Game 2 victory! #BleedGreen pic.twitter.com/cC3yQNH2TY— NBA (@NBA) May 20, 2022 Jimmy Butler skoraði 29 stig á 32 mínútum fyrir Miami Heat sem tapaði í fyrsta sinn á heimavelli í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið alla hina sjö leikina sína. Gabe Vincent og Victor Oladipo skoruðu báðir 14 stig. Annan leikinn í röð voru Boston menn yfir í hálfleik en nú með 25 stigum eftir frábæran fyrri hálfleik. Miami sneri við fyrsta leiknum í leik eitt með frábærum þriðja leikhluta en það var ekkert slíkt í boði hjá Boston mönnum í nótt. Marcus Smart was seeing green in Game 2, dropping 24 points and setting a Playoff career-high with 12 dimes to lead the @celtics to the win! #BleedGreen@smart_MS3: 24 PTS, 9 REB, 12 AST, 3 STL, 5 3PM Game 3: Saturday, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/MFzLO7ROSp— NBA (@NBA) May 20, 2022 Marcus Smart missti af fyrsta leiknum og munaði vissulega mikið um það. Hann sýndi mikilvægi sitt með því að vera aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni því auk 24 stiga var hann með 12 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Al Horford missti líka af leik eitt vegna kórónuveirusmits en fékk leyfi til að spila í nótt og skilaði 10 stigum. Það merkilega við góðan fyrri hálfleik Boston liðsins að liðið var komið tíu stigum undir í upphafi leiks en vann síðan átján mínútna kafla 60-21 sem skilaði liðinu 70-45 hálfleiksforystu. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 Brown gat tóninn í upphafi leiks með því að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum en Boston liðið hitti þá úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta er bara einn sigur og það er það sem reyndir leikmenn átta sig á inn í klefa. Við erum ekki hrifnir af þessu. Þeir spiluðu rosalega vel. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum bara að finna einhverjar lausnir,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Boston er nú búið að stela heimavallarréttinum en næstu tveir leikir eru í Boston og sá fyrri af þeim fer fram á sunnudaginn. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022
NBA Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira