Viðskipti innlent

Bein út­sending: Við­skipta­þing sett með á­herslu á svipti­vinda á vinnu­markaði

Eiður Þór Árnason skrifar
Viðskiptaþing er snúið aftur eftir og leggur nú áherslu á breytingar á vinnumarkaði. 
Viðskiptaþing er snúið aftur eftir og leggur nú áherslu á breytingar á vinnumarkaði.  Vísir/Hanna

Viðskiptaþing 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði. Hefst dagskráin klukkan 13:30 en þingsetning, ávarp forsætisráðherra og ávarp formanns Mannauðs verða send út í opnu streymi. 

Tvo ár eru frá því að Viðskiptaráð Íslands hélt sitt síðasta Viðskiptaþing og er uppselt á viðburðinn. Á þinginu í ár verður sjónum beint að vinnumarkaðnum, vinnustöðum og þeim miklu breytingum sem virðast vera að eiga sér stað.

„Þessi áhersla er ekki úr lausu lofti gripin en kannanir McKinsey og fleiri benda til þess að mun fleiri hugsi sér til hreyfings en áður hefur sést, hvort sem litið er til Evrópu eða Bandaríkjanna. Á sama tíma telja yfir 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum hér á landi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. Allt þetta og meira til felur í sér ýmsar áskoranir en um leið fjölmörg tækifæri sé vel haldið á spöðunum,“ segir í viðburðalýsingu.

Horft verður til vinnustaðanna sjálfra, starfsfólksins, starfsmannaveltunnar og viðhorfs stjórnenda. Aðalfyrirlesari þingsins verður Dr. Alan Watkins, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Complete Coherence.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×