Körfubolti

Finnur Freyr: Vorum í dauðafæri til að klára þetta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson þarf að járna Valsmennina sína upp fyrir oddaleikinn á miðvikudaginn.
Finnur Freyr Stefánsson þarf að járna Valsmennina sína upp fyrir oddaleikinn á miðvikudaginn. vísir/bára

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar.

„Við vorum komnir í erfiða stöðu undir lok venjulegs leiktíma og þá féll þetta með okkur en ekki undir lok framlengingarinnar. Frábært skot hjá [Javon] Bess og frábær vörn hjá Pétri [Rúnari Birgissyni] undir lokin sem tryggði þetta fyrir þá,“ sagði Finnur við Vísi eftir leik.

Leikurinn var frábær skemmtun, sveiflukenndur og stóru augnablikin mörg.

„Þetta var fram og til baka eins og einvígið hefur verið. Við vorum í dauðafæri til að klára þetta núna en Stólarnir gerðu vel og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim,“ sagði Finnur.

Sóknarleikur Vals var mjög stirður undir lok 4. leikhluta og þeim gekk illa að skora.

„Við fengum ágætis færi en þeir spiluðu góða vörn. Við fengum tækifæri en boltinn vildi ekki ofan í. Svona er þetta stundum,“ sagði Finnur að lokum.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×