Meirihlutinn sem gleymdi að byggja Einar Þorsteinsson skrifar 12. maí 2022 18:16 Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Sjá meira
Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun