Hjól í skjól og hollur morgunmatur Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 11. maí 2022 22:30 Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili. Allir sem hafa verið á íbúasíðu Garðabæjar lengur en nokkra daga vita að sífellt er verið að stela hjólum og hlaupahjólum af íbúum bæjarins. Okkar samfélag er fjölbreytt samfélag og Garðabæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á að fjölbreyttir ferðamátar séu raunverulegur valkostur fyrir íbúa. Í ljósi þess að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða verður bærinn að bregðast við, rétt eins og gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir einkabíla. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki. Margir foreldrar grunnskólabarna kannast líklega við að standa, allt of seint að kvöldi, í röð með pizzasnúða og epli á kassanum í Hagkaup daginn fyrir skóla. Með okkar tillögu væru slíkar skotferðir úr sögunni fyrir foreldra og kostnaðurinn fyrir barnaheimili sömuleiðis. Okkar samfélag er nefnilega barnvænt samfélag. Garðabæjarlistinn vill að börn bæjarins geti fengið hollan morgunmat í skólanum. Við viljum að gjaldfrjáls hafragrautur verði í boði í öllum grunnskólum Garðabæjar fyrir kennslu og að börn geti jafnframt fengið ávexti og grænmeti án endurgjalds í nestistímanum. Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd eru einfaldar lausnir sem munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið okkar. Þetta eru mál sem skipta máli fyrir Garðbæinga. Garðabæjarlistinn ætlar að koma þessum og mörgum fleiri mikilvægum málum til leiðar. Við óskum eftir stuðningi ykkar við það verkefni á kjördag, 14. maí. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili. Allir sem hafa verið á íbúasíðu Garðabæjar lengur en nokkra daga vita að sífellt er verið að stela hjólum og hlaupahjólum af íbúum bæjarins. Okkar samfélag er fjölbreytt samfélag og Garðabæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á að fjölbreyttir ferðamátar séu raunverulegur valkostur fyrir íbúa. Í ljósi þess að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða verður bærinn að bregðast við, rétt eins og gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir einkabíla. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki. Margir foreldrar grunnskólabarna kannast líklega við að standa, allt of seint að kvöldi, í röð með pizzasnúða og epli á kassanum í Hagkaup daginn fyrir skóla. Með okkar tillögu væru slíkar skotferðir úr sögunni fyrir foreldra og kostnaðurinn fyrir barnaheimili sömuleiðis. Okkar samfélag er nefnilega barnvænt samfélag. Garðabæjarlistinn vill að börn bæjarins geti fengið hollan morgunmat í skólanum. Við viljum að gjaldfrjáls hafragrautur verði í boði í öllum grunnskólum Garðabæjar fyrir kennslu og að börn geti jafnframt fengið ávexti og grænmeti án endurgjalds í nestistímanum. Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd eru einfaldar lausnir sem munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið okkar. Þetta eru mál sem skipta máli fyrir Garðbæinga. Garðabæjarlistinn ætlar að koma þessum og mörgum fleiri mikilvægum málum til leiðar. Við óskum eftir stuðningi ykkar við það verkefni á kjördag, 14. maí. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans, X-G.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun