Hver stendur vörð um vinnustaðinn Reykjavíkurborg? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 14:15 Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun