Til móts við nýja tíma í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:30 Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Slík framþróun gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hlusta eftir því hvað skiptir íbúa máli, móta heildstæða sýn og láta verkin tala. Spennandi framtíð í Garðabæ Framtíðin er spennandi í Garðabæ og þrátt fyrir að framboð af húsnæði hafi verið mest hér á liðnu kjörtímabili þá er eftirspurnin áfram æpandi. Garðabær er að stækka hratt og ný eftirsótt hverfi að rísa, sem byggð eru af miklum metnaði. Það segir sína sögu. Í Hnoðraholti og Vetrarmýri munum við bráðum sjá nýja blandaða byggð og þar verða líka ný svæði fyrir verslun og þjónustu. Nú þegar hafa opnað spennandi veitingastaðir í Urriðaholti í bland við önnur fyrirtæki . Á Álftanesi standa einnig yfir framkvæmdir sem munu efla byggðina þar og styrkja forsendur fyrir verslun og þjónustu í nærumhverfi. Íbúar vilja í auknum mæli sækja þjónustu í nærumhverfi og endurnýjun miðbæjarins er þáttur í því að efla mannlíf og fjölga tækifærum til gæðastunda í Garðabæ. Frekari uppbygging á Garðatorgi og víðar býr til tækifæri til að laða að fleiri spennandi fyrirtæki og fjölga störfum í nágrenninu. Grunnþjónustan okkar, sem er samfélaginu mikilvæg, kostar sitt og við verðum því að fjölga tekjustoðunum og fjölga íbúum til að geta áfram tryggt um leið mikilvæga þjónustu og varðveitt getu okkar til að halda álögum í hófi. Góður árangur er ekki tilviljun Staða Garðabæjar er sterk og sá mikli árangur sem náðst hefur náðst í uppbyggingu á blómlegum bæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefði hæglega getað þróast með öðrum hætti. Verja þarf þennan árangur á sama tíma og uppbyggingunni er haldið áfram til móts við nýja tíma. Þegar kosið er í bæjarstjórn þá erum við að velja fólk sem tekur ákvarðanir um margt það sem stendur okkur næst. Skólana sem börnin okkar ganga í, hvaða íþróttir og afþreying er í boði, hvernig er hugsað um eldra fólkið okkar og þá sem þurfa á stuðningi að halda. Við erum einnig að velja hverjum við treystum til að þróa áfram hverfin okkar, byggja upp innviðina, bæta aðstöðu og um leið gæta að því að vel sé haldið utan um fjárhaginn. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ erum þakklát fyrir það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur og vonumst til að fá skýrt og sterkt umboð til áframhaldandi góðra verka og sóknar. Við trúum því og treystum að íbúar Garðabæjar vilji halda áfram á þeirri vegferð sem hafin er. Góður árangur í rekstri sveitarfélaga er sannarlega ekki sjálfgefinn og hann skiptir íbúa miklu máli. Setjum X við D. Fyrir Garðabæ. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Slík framþróun gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hlusta eftir því hvað skiptir íbúa máli, móta heildstæða sýn og láta verkin tala. Spennandi framtíð í Garðabæ Framtíðin er spennandi í Garðabæ og þrátt fyrir að framboð af húsnæði hafi verið mest hér á liðnu kjörtímabili þá er eftirspurnin áfram æpandi. Garðabær er að stækka hratt og ný eftirsótt hverfi að rísa, sem byggð eru af miklum metnaði. Það segir sína sögu. Í Hnoðraholti og Vetrarmýri munum við bráðum sjá nýja blandaða byggð og þar verða líka ný svæði fyrir verslun og þjónustu. Nú þegar hafa opnað spennandi veitingastaðir í Urriðaholti í bland við önnur fyrirtæki . Á Álftanesi standa einnig yfir framkvæmdir sem munu efla byggðina þar og styrkja forsendur fyrir verslun og þjónustu í nærumhverfi. Íbúar vilja í auknum mæli sækja þjónustu í nærumhverfi og endurnýjun miðbæjarins er þáttur í því að efla mannlíf og fjölga tækifærum til gæðastunda í Garðabæ. Frekari uppbygging á Garðatorgi og víðar býr til tækifæri til að laða að fleiri spennandi fyrirtæki og fjölga störfum í nágrenninu. Grunnþjónustan okkar, sem er samfélaginu mikilvæg, kostar sitt og við verðum því að fjölga tekjustoðunum og fjölga íbúum til að geta áfram tryggt um leið mikilvæga þjónustu og varðveitt getu okkar til að halda álögum í hófi. Góður árangur er ekki tilviljun Staða Garðabæjar er sterk og sá mikli árangur sem náðst hefur náðst í uppbyggingu á blómlegum bæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefði hæglega getað þróast með öðrum hætti. Verja þarf þennan árangur á sama tíma og uppbyggingunni er haldið áfram til móts við nýja tíma. Þegar kosið er í bæjarstjórn þá erum við að velja fólk sem tekur ákvarðanir um margt það sem stendur okkur næst. Skólana sem börnin okkar ganga í, hvaða íþróttir og afþreying er í boði, hvernig er hugsað um eldra fólkið okkar og þá sem þurfa á stuðningi að halda. Við erum einnig að velja hverjum við treystum til að þróa áfram hverfin okkar, byggja upp innviðina, bæta aðstöðu og um leið gæta að því að vel sé haldið utan um fjárhaginn. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ erum þakklát fyrir það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur og vonumst til að fá skýrt og sterkt umboð til áframhaldandi góðra verka og sóknar. Við trúum því og treystum að íbúar Garðabæjar vilji halda áfram á þeirri vegferð sem hafin er. Góður árangur í rekstri sveitarfélaga er sannarlega ekki sjálfgefinn og hann skiptir íbúa miklu máli. Setjum X við D. Fyrir Garðabæ. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun