Börnin eiga betra skilið - Bíddu pabbi Geir Ólafsson skrifar 10. maí 2022 18:00 Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar