Græna borgin Reynir Heiðar Antonsson skrifar 10. maí 2022 16:00 Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun