Græna borgin Reynir Heiðar Antonsson skrifar 10. maí 2022 16:00 Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun