Þegar ég flutti úr Vesturbænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2022 08:02 Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum. Næstu íbúð keyptum við kærastinn minn líka í 104 svo síðustu ár hef ég lært að elska Laugardalinn, Langholtið, Sundin og Vogana. Það hefur verið frekar auðvelt því hverfið mitt á svo margt sameiginlegt með Vesturbænum – en hvað þá helst? Jú, þessi hverfi byggðust upp á þeim tíma þegar hverfi Reykjavíkur voru skipulögð út frá fólki en ekki bílum. Tvær kjörbúðir í göngufæri Þetta þýðir að það er dásamlegt að fara um hverfin gangandi, hjólandi, hlaupandi eða á hlaupahjóli. Þetta eru mannvæn, sjálfbær og lifandi hverfi í nálægð við falleg útivistarsvæði. Þá eru hverfin vel tengd almenningssamgöngum, sem ég hef alltaf notað mikið. Nærþjónusta er í göngufæri fjölmargra íbúa. Sem dæmi get ég gengið í tvær kjörbúðir en líka í ísbúð, sundlaug, bakarí, á veitingastað og saumastofu. Glæsibær og Skeifan eru svo í næsta nágrenni með alla sína fjölbreyttu þjónustu, þótt Skeifan sé vissulega ekki sú þægilegasta til að fara um, hvort sem þú ert á bíl, gangandi eða hjólandi. Það mun þó breytast á næstu árum nái uppbyggingaráform borgarinnar á svæðinu fram að ganga. Skýr sýn Viðreisnar í Reykjavík um lifandi hverfi Viðreisn í Reykjavík hefur skýra sýn um hvernig hverfi við viljum skipuleggja og byggja í borginni okkar. Við viljum byggja sjálfbær, lifandi hverfi þar sem er þægilegt fyrir íbúana að fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og á hlaupahjólum. Hverfi sem eru byggð fyrir fólk en ekki bíla og eru vel tengd strætó og síðar Borgarlínu. Orð Hrafnkels Proppé, skipulagsfræðings og fyrrverandi verkefnastjóra Borgarlínunnar, í viðtali við Tímavélina, kosningablað Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, kjarna í raun vel þessa sýn okkar í Viðreisn. Ég fæ því að lokum að vitna í þau orð: „Þó að einkabíllinn hafi auðvitað ennþá yfirhöndina og margt fólk þurfi einkabíl til þess að bera heim bjargir og koma börnum í leikskóla þá eru hjólið, fæturnir og svona kvikir samgöngumátar eins og rafmagnshlaupahjól alltaf að verða stærri og stærri. En lykillinn að því að fólk noti almenningssamgöngur og virka samgöngumáta er einmitt að við þéttum byggð og að við skipuleggjum byggð sem ýtir undir að við mætum fólki sem er á röltinu með kaffibolla í hendinni.“ Höfundur er Vesturbæingur, íbúi í 104 og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum. Næstu íbúð keyptum við kærastinn minn líka í 104 svo síðustu ár hef ég lært að elska Laugardalinn, Langholtið, Sundin og Vogana. Það hefur verið frekar auðvelt því hverfið mitt á svo margt sameiginlegt með Vesturbænum – en hvað þá helst? Jú, þessi hverfi byggðust upp á þeim tíma þegar hverfi Reykjavíkur voru skipulögð út frá fólki en ekki bílum. Tvær kjörbúðir í göngufæri Þetta þýðir að það er dásamlegt að fara um hverfin gangandi, hjólandi, hlaupandi eða á hlaupahjóli. Þetta eru mannvæn, sjálfbær og lifandi hverfi í nálægð við falleg útivistarsvæði. Þá eru hverfin vel tengd almenningssamgöngum, sem ég hef alltaf notað mikið. Nærþjónusta er í göngufæri fjölmargra íbúa. Sem dæmi get ég gengið í tvær kjörbúðir en líka í ísbúð, sundlaug, bakarí, á veitingastað og saumastofu. Glæsibær og Skeifan eru svo í næsta nágrenni með alla sína fjölbreyttu þjónustu, þótt Skeifan sé vissulega ekki sú þægilegasta til að fara um, hvort sem þú ert á bíl, gangandi eða hjólandi. Það mun þó breytast á næstu árum nái uppbyggingaráform borgarinnar á svæðinu fram að ganga. Skýr sýn Viðreisnar í Reykjavík um lifandi hverfi Viðreisn í Reykjavík hefur skýra sýn um hvernig hverfi við viljum skipuleggja og byggja í borginni okkar. Við viljum byggja sjálfbær, lifandi hverfi þar sem er þægilegt fyrir íbúana að fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og á hlaupahjólum. Hverfi sem eru byggð fyrir fólk en ekki bíla og eru vel tengd strætó og síðar Borgarlínu. Orð Hrafnkels Proppé, skipulagsfræðings og fyrrverandi verkefnastjóra Borgarlínunnar, í viðtali við Tímavélina, kosningablað Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, kjarna í raun vel þessa sýn okkar í Viðreisn. Ég fæ því að lokum að vitna í þau orð: „Þó að einkabíllinn hafi auðvitað ennþá yfirhöndina og margt fólk þurfi einkabíl til þess að bera heim bjargir og koma börnum í leikskóla þá eru hjólið, fæturnir og svona kvikir samgöngumátar eins og rafmagnshlaupahjól alltaf að verða stærri og stærri. En lykillinn að því að fólk noti almenningssamgöngur og virka samgöngumáta er einmitt að við þéttum byggð og að við skipuleggjum byggð sem ýtir undir að við mætum fólki sem er á röltinu með kaffibolla í hendinni.“ Höfundur er Vesturbæingur, íbúi í 104 og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun