Hvar er íbúalýðræðið í Múlaþingi? Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2022 10:30 Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í Sveitarstjórna Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var þessi: Við erum bara umsagnarðili og höfum engan ákvörðunarrétt. Í rauninni skiptir ekki mál hver skoðun okkar er. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Framsóknarflokksins var þessi: Höfum lítið um þetta að segja, fáum litlar tekjur af því,sem er synd. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Viljum samráð og íbúakönnun. Ljóst að lítið, sem stoppar það af, að þarna komi fiskeldi. Í stuttu máli er afstaða meirihlutans þessi: Við ráðum engu, viljum ekki skipta okkur af þessu en erum fylgjandi fiskeldinu. Best að þetta hafi sinn gang, jafnvel þó litlar tekjur séu í boði. Eftir framboðsfundinn er ég búinn að lesa álit Skipulagsstofnunar um þetta fiskeldi einu sinni enn. Þeir, sem svara svona, hafa bersýnilega lítið kynnt sér staðreyndir málsins. Alla vega ekki þær,sem fram koma í þessu áliti, en það er grundvallargagn þeirra, sem fara með ákvörðunarvaldið. Í fyrri greinum hefur verið farið yfir marga neikvæða þætti þessa fiskeldis, sem Skipulagsstofnun bendir á. Hér eru nokkrar staðreyndir: Það er ekki pláss fyrir kvíar í Sörlastaðavík vegna sæstrengs Kvíar ná inn í siglingaleiðir um Seyðisfjörð Snjóflóðahætta er í Selstaðavík Neikvæð áhrif á króka- og línubáta Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, grunnatvinnuveg Seyðfirðinga Meirihluti íbúa á Seyðisfirði eru andvígir fiskeldinu Svo er það falska beitan um mikinn fjölda nýrra starfa. Hún byggir á gamalli áætlun Byggðastofnunar. FA notar vísvitandi ekki tölur úr eigin rekstri á kvíum annarsstaðar á Austurlandi. Stóra spurningin er. Af hverju kjósa ráðandi öfl í Múlaþingi að sitja hjá og segja pass við áformum, sem fá eftirfarandi dóm hjá Skipulagsstofnun. (Kafli 3.9.3 bls. 24)? Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu. Hvar er íbúalýðræðið? Ég veit að ákvörðunarvaldið er ekki hjá sveitarfélaginu, bara umsagnarréttur. Þann rétt á að nýta í öllum málum, en meirihlutinn hefur ekki viljað nota hann í laxeldinu. Fyrir það fær hann falleinkunn. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Fiskeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Það var sorglegt að hlusta á svör núverandi meirihlutaflokka í Sveitarstjórna Múlaþings, við spurningu á framboðsfundi um stuðning við laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var þessi: Við erum bara umsagnarðili og höfum engan ákvörðunarrétt. Í rauninni skiptir ekki mál hver skoðun okkar er. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Afstaða Framsóknarflokksins var þessi: Höfum lítið um þetta að segja, fáum litlar tekjur af því,sem er synd. Við erum fylgjandi laxeldi í Seyðisfirði. Viljum samráð og íbúakönnun. Ljóst að lítið, sem stoppar það af, að þarna komi fiskeldi. Í stuttu máli er afstaða meirihlutans þessi: Við ráðum engu, viljum ekki skipta okkur af þessu en erum fylgjandi fiskeldinu. Best að þetta hafi sinn gang, jafnvel þó litlar tekjur séu í boði. Eftir framboðsfundinn er ég búinn að lesa álit Skipulagsstofnunar um þetta fiskeldi einu sinni enn. Þeir, sem svara svona, hafa bersýnilega lítið kynnt sér staðreyndir málsins. Alla vega ekki þær,sem fram koma í þessu áliti, en það er grundvallargagn þeirra, sem fara með ákvörðunarvaldið. Í fyrri greinum hefur verið farið yfir marga neikvæða þætti þessa fiskeldis, sem Skipulagsstofnun bendir á. Hér eru nokkrar staðreyndir: Það er ekki pláss fyrir kvíar í Sörlastaðavík vegna sæstrengs Kvíar ná inn í siglingaleiðir um Seyðisfjörð Snjóflóðahætta er í Selstaðavík Neikvæð áhrif á króka- og línubáta Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, grunnatvinnuveg Seyðfirðinga Meirihluti íbúa á Seyðisfirði eru andvígir fiskeldinu Svo er það falska beitan um mikinn fjölda nýrra starfa. Hún byggir á gamalli áætlun Byggðastofnunar. FA notar vísvitandi ekki tölur úr eigin rekstri á kvíum annarsstaðar á Austurlandi. Stóra spurningin er. Af hverju kjósa ráðandi öfl í Múlaþingi að sitja hjá og segja pass við áformum, sem fá eftirfarandi dóm hjá Skipulagsstofnun. (Kafli 3.9.3 bls. 24)? Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu. Hvar er íbúalýðræðið? Ég veit að ákvörðunarvaldið er ekki hjá sveitarfélaginu, bara umsagnarréttur. Þann rétt á að nýta í öllum málum, en meirihlutinn hefur ekki viljað nota hann í laxeldinu. Fyrir það fær hann falleinkunn. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar