Handbolti

Haukar slíta samstarfi sínu við Gunnar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gunnar Gunnarsson verður ekki áfram í brúnni hjá Haukum. 
Gunnar Gunnarsson verður ekki áfram í brúnni hjá Haukum.  Vísir/Hulda Margrét

Gunnar Gunnarsson mun ekki halda áfram starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Hauka í kvöld þar sem segir að handboltadeild Hauka hafi ákveðið að nýta sér ákvæði í samning Gunnars við félagið og óska ekki eftir starfskröfum hans áfram. 

Gunnar hefur stýrt Haukum síðustu tvö keppnistímabilinu en liðið var slegið út af KA/Þór í úrslitakeppni Olís-deildarinnar á dögunum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.