Er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja valfrelsi í skólum? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 6. maí 2022 10:02 Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er. Á móti hefur innheimta skólagjalda verið óheimiluð. Með þessu hefur rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skólanna löngum verið sambærilegt öðrum skólum. Ég hef verið stolt af þessari stöðu í Garðabæ og vil verja hana því ég trúi að foreldrar eiga að hafa val fyrir börnin sín. Á undanförnum árum hefur þó sigið á ógæfuhliðina hér í Garðabæ. Við stöndum frammi fyrir því að framlag til sjálfstætt starfandi skóla er að nálgast hin hefðbundnu 75%, sem önnur sveitarfélög greiða. Sjálfstæðir skólar í Garðabæ ekki lengur fullfjármagnaðir Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla í öðrum sveitarfélögum eru þó verið tryggari, því að þeir skólar hafa samhliða getað sótt skólagjöld fyrir eftirstandandi 25% af kostnaði. Við vijlum ekki taka upp skólagjöld í Garðabæ. En þá þarf fullt fjármagn líka að fylgja. Forysta Garðabæjar í þessu máli og sú prinsipp afstaða að bjóða foreldrum upp á frjálst val er að hverfa. Í stað þess að vera þeim staður grósku og vaxtar stefnir Garðabær í að verða fjandsamlegt sjálfstætt starfandi grunnskólum. Óvissa um húsnæði Á sama tíma er óvissa um framtíð um 40 nemenda á miðstigi, því að Garðabær svarar ekki óskum Hjallastefnunnar um stækkun húsnæðis, því skólinn er löngu sprunginn. Það er greinilegt að það er af sem áður var að Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabær sé vitinn sem aðrir hafa getað fylgt þegar að kemur að valfrelsi í skólum. Hafnarfjörður og Reykjavík stíga fram Fréttir berast úr öðrum sveitarfélögum um að þau hafi ákveðið að standa sig betur í þessum málum. Meira að segja Hafnarfjörður hefur ákveðið að láta 100% framlag af landsmeðaltali fylgja barni í sjálfstætt starfandi skóla. Reykjavík ákvað svo í gær að tryggja órofið skólastarf í Öskju og auka húsnæðisstuðning við Hjallaskólann, auk þess sem samið var um framtíðarlausn skólasamfélagsins. Hér blasir við alveg nýr veruleiki. Sveitarfélög sem hingað til hafa ekki þótt í hópi þeirra framsæknu í stuðningi við rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi grunnskóla eru að stíga fram og bæta við stuðninginn. Sveitarfélagið sem hefur þar verið í forystu er hins vegar að láta eftir síga og það er enginn innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar sem stendur upp og ver þennan valkost foreldra, að geta sent börnin sín í sjálfstæðan skóla. Af sem áður var Fyrir tveimur áratugum bjó í Garðabæ framsækni og kjarkur til þess að fara nýjar leiðir. Að brjótast út úr kerfinu, vera hreyfiafl nýrra hugmynda í skólamálum og tryggja fjölbreytt rekstrarform. Þess í stað er í dag að teiknast upp mynd ómöguleikans. Ómöguleika sjálfstætt starfandi grunnskóla til að vaxa og blómstra í umhverfi þar sem staðið er með fjölbreytileikanum. Ómöguleika þess að í Garðabæ verði alvöru valfrelsi um skóla fyrir börn og foreldra. Því hljóta Garðbæingar að spyrja, er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja sjálfstæði í skólum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er. Á móti hefur innheimta skólagjalda verið óheimiluð. Með þessu hefur rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skólanna löngum verið sambærilegt öðrum skólum. Ég hef verið stolt af þessari stöðu í Garðabæ og vil verja hana því ég trúi að foreldrar eiga að hafa val fyrir börnin sín. Á undanförnum árum hefur þó sigið á ógæfuhliðina hér í Garðabæ. Við stöndum frammi fyrir því að framlag til sjálfstætt starfandi skóla er að nálgast hin hefðbundnu 75%, sem önnur sveitarfélög greiða. Sjálfstæðir skólar í Garðabæ ekki lengur fullfjármagnaðir Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla í öðrum sveitarfélögum eru þó verið tryggari, því að þeir skólar hafa samhliða getað sótt skólagjöld fyrir eftirstandandi 25% af kostnaði. Við vijlum ekki taka upp skólagjöld í Garðabæ. En þá þarf fullt fjármagn líka að fylgja. Forysta Garðabæjar í þessu máli og sú prinsipp afstaða að bjóða foreldrum upp á frjálst val er að hverfa. Í stað þess að vera þeim staður grósku og vaxtar stefnir Garðabær í að verða fjandsamlegt sjálfstætt starfandi grunnskólum. Óvissa um húsnæði Á sama tíma er óvissa um framtíð um 40 nemenda á miðstigi, því að Garðabær svarar ekki óskum Hjallastefnunnar um stækkun húsnæðis, því skólinn er löngu sprunginn. Það er greinilegt að það er af sem áður var að Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabær sé vitinn sem aðrir hafa getað fylgt þegar að kemur að valfrelsi í skólum. Hafnarfjörður og Reykjavík stíga fram Fréttir berast úr öðrum sveitarfélögum um að þau hafi ákveðið að standa sig betur í þessum málum. Meira að segja Hafnarfjörður hefur ákveðið að láta 100% framlag af landsmeðaltali fylgja barni í sjálfstætt starfandi skóla. Reykjavík ákvað svo í gær að tryggja órofið skólastarf í Öskju og auka húsnæðisstuðning við Hjallaskólann, auk þess sem samið var um framtíðarlausn skólasamfélagsins. Hér blasir við alveg nýr veruleiki. Sveitarfélög sem hingað til hafa ekki þótt í hópi þeirra framsæknu í stuðningi við rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi grunnskóla eru að stíga fram og bæta við stuðninginn. Sveitarfélagið sem hefur þar verið í forystu er hins vegar að láta eftir síga og það er enginn innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar sem stendur upp og ver þennan valkost foreldra, að geta sent börnin sín í sjálfstæðan skóla. Af sem áður var Fyrir tveimur áratugum bjó í Garðabæ framsækni og kjarkur til þess að fara nýjar leiðir. Að brjótast út úr kerfinu, vera hreyfiafl nýrra hugmynda í skólamálum og tryggja fjölbreytt rekstrarform. Þess í stað er í dag að teiknast upp mynd ómöguleikans. Ómöguleika sjálfstætt starfandi grunnskóla til að vaxa og blómstra í umhverfi þar sem staðið er með fjölbreytileikanum. Ómöguleika þess að í Garðabæ verði alvöru valfrelsi um skóla fyrir börn og foreldra. Því hljóta Garðbæingar að spyrja, er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja sjálfstæði í skólum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun