Aukin samvinna við frjáls félög skilar öflugra frístundastarfi Almar Guðmundsson og Stella Stefánsdóttir skrifa 6. maí 2022 12:01 Samfélagið þarf á þátttöku okkar allra að halda í einni eða annarri mynd og það hefur sýnt sig að fólk sem tekur þátt í frjálsu félagastarfi er líklegt til að vera virkari þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu á öllum sviðum og öflugir liðsmenn á vinnustöðum. Ávinningurinn af því að virkja frjáls félagasamtök er því mikill fyrir samfélagið í heild. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ enda höfum við sett stefnuna á að efla (félagslega) virkni íbúa og heilsueflandi samfélag. Spurning um að tala um virkni líka. Þ.e. félagslega virkni íbúa. Þó að við hugsum það sem hluta af heilseflandi samfélagi er ég ekki viss um að fólk sé almennt „læst“ á það samhengi. Mikil uppbygging aðstöðu skapar tækifæri Opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri er nú fagnað og sætir tíðindum enda húsið stórglæsilegt og mun þjóna mörgum vel til langs tíma. Samhliða hefur íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum verið endurbætt Áætlað er að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Við leggjum á áherslu á fjölbreytt frístundastarf og styðjum við frekari nýtingu íþróttamannvirkja til að efla félagslega virkni fólks á öllum aldri. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Virkjum kraft frjálsra félaga Ungmennafélög, golfklúbbar, hestamannafélög, siglingaklúbbar, skátahreyfingin, félög eldri borgara og fjöldi góðgerðafélaga eins og Rotary og Oddfellow eru góð dæmi um þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta enda skilar það sér margfalt til baka. Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Þá viljum við að Garðabær þrói meiri stuðning fyrir félögin þegar kemur að frístundastarfi barna á sumrin þannig að þjónustuúrvalið breikki og styrkist enn frekar. Það er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi að horfa til að áhugasvið barna eru mjög mismunandi og það er þeim nauðsynlegt að upplifa fjölbreytta dagskrá. Við viljum umbuna félögunum sérstaklega fyrir þróun og nýsköpun í þessu starfi. Við höfum þá bjargföstu trú að krafturinn í frjálsu félögunum sé líkegri til árangurs á þessu sviði, í stað þess að sveitarfélagið sjálft sjái um þjónustuna. Það er hins vegar hlutverk þess að styðja vel við hana m.a. til þess að mæti þörfum fjölskyldna yfir sumartímann. Enn frekari samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins er lykillinn að enn betra samfélagi. Það er gott fyrir Garðabæ. Almar Guðmundsson er bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri. Stella Stefánsdóttir er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Stella Stefánsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Samfélagið þarf á þátttöku okkar allra að halda í einni eða annarri mynd og það hefur sýnt sig að fólk sem tekur þátt í frjálsu félagastarfi er líklegt til að vera virkari þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu á öllum sviðum og öflugir liðsmenn á vinnustöðum. Ávinningurinn af því að virkja frjáls félagasamtök er því mikill fyrir samfélagið í heild. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ enda höfum við sett stefnuna á að efla (félagslega) virkni íbúa og heilsueflandi samfélag. Spurning um að tala um virkni líka. Þ.e. félagslega virkni íbúa. Þó að við hugsum það sem hluta af heilseflandi samfélagi er ég ekki viss um að fólk sé almennt „læst“ á það samhengi. Mikil uppbygging aðstöðu skapar tækifæri Opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri er nú fagnað og sætir tíðindum enda húsið stórglæsilegt og mun þjóna mörgum vel til langs tíma. Samhliða hefur íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum verið endurbætt Áætlað er að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Við leggjum á áherslu á fjölbreytt frístundastarf og styðjum við frekari nýtingu íþróttamannvirkja til að efla félagslega virkni fólks á öllum aldri. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Virkjum kraft frjálsra félaga Ungmennafélög, golfklúbbar, hestamannafélög, siglingaklúbbar, skátahreyfingin, félög eldri borgara og fjöldi góðgerðafélaga eins og Rotary og Oddfellow eru góð dæmi um þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta enda skilar það sér margfalt til baka. Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Þá viljum við að Garðabær þrói meiri stuðning fyrir félögin þegar kemur að frístundastarfi barna á sumrin þannig að þjónustuúrvalið breikki og styrkist enn frekar. Það er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi að horfa til að áhugasvið barna eru mjög mismunandi og það er þeim nauðsynlegt að upplifa fjölbreytta dagskrá. Við viljum umbuna félögunum sérstaklega fyrir þróun og nýsköpun í þessu starfi. Við höfum þá bjargföstu trú að krafturinn í frjálsu félögunum sé líkegri til árangurs á þessu sviði, í stað þess að sveitarfélagið sjálft sjái um þjónustuna. Það er hins vegar hlutverk þess að styðja vel við hana m.a. til þess að mæti þörfum fjölskyldna yfir sumartímann. Enn frekari samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins er lykillinn að enn betra samfélagi. Það er gott fyrir Garðabæ. Almar Guðmundsson er bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri. Stella Stefánsdóttir er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptafræðingur.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar