Útrýmum umönnunarbilinu Dagný Aradóttir Pind skrifar 6. maí 2022 07:31 Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Leikskólar Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Dagný Aradóttir Pind Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun