Viðskipti innlent

Fann­ey úr bak­vinnslunni í þjónustu­stjórann hjá Póstinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fanney hefur verið hækkuð í tign hjá Póstinum.
Fanney hefur verið hækkuð í tign hjá Póstinum. Aðsend

Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Þjónustuver Póstsins er staðsett á Akureyri en þar starfaði Fanney áður sem bakvinnslufulltrúi.

Í tilkynningu frá Póstinum segir að helstu verkefni þjónustustjóra eru að leiða þjónustuverið, hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar, að veita tæknilega aðstoð og ráðgjöf til viðskiptavina, innleiða breytingar og ný verkefni og annast verklag ásamt margvíslegum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila. 

 „Það er frábært að taka við starfi þjónustustjóra á þessum tímapunkti. Fyrirtækið er í mikilli sókn og það eru spennandi tímar fram undan. Ég hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem við þurfum að ráðast í á sviði þjónustu ásamt því að annast dagleg störf með mínu dásamlega þjónustuveri og frábæra samstarfsfólki á öllu landinu. Það er svo magnað þetta fólk sem vinnur hjá Póstinum, alltaf boðið og búið að þjónusta innri og ytri viðskiptavini af alkunnri snilld,“ segir Fanney. 

 Fanney er sögð hafa mikla þekkingu á starfsemi Póstsins enda hefur hún starfað hjá fyrirtækinu síðan í ágúst árið 2004. 

„Fanney hefur sérstaklega dýrmæta reynslu af þjónustu við viðskiptavini sem mun áfram reynast mjög mikilvæg í þeim stóru verkefnum sem eru á teikniborðinu. Fanney og hennar fólk í þjónustuverinu á Akureyri gegna lykilhlutverki í því að rödd viðskiptavina heyrist hátt og vel þegar kemur að vörum og þjónustu Póstsins, enda teymið sem er alltaf í samtali við viðskiptavini.“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaðar hjá Póstinum. 

„Leiðtogar eins og Fanney eru ekki á hverju strái og ég er full tilhlökkunar að vinna áfram með Fanneyju og njóta krafta hennar á nýjum vettvangi.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.