Nýting auðlinda í erfiðu árferði Kolbrún Birna Bjarnadóttir, Jónas Hlynur Hallgrímsson og Magnús Sigurðsson skrifa 4. maí 2022 11:16 Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar