Öryggismiðstöðin hlýtur Þekkingarverðlaun FVH Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2022 10:10 Stjórnendur Öryggismiðstöðvarinnar ánægð með verðlaunin. Frá vinstri: Ómar Brynjólfsson, Auður Lilja Davíðsdóttir, Ragnar Jónsson og Ómar Örn Jónsson. FVH Öryggismiðstöðin hlýtur Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga árið 2022. Í ár voru verðlaunin veitt því fyrirtæki sem að mati dómnefndar þótti hafa sýnt einstaka aðlögunarhæfni á umbrotatímum. FVH veitir verðlaunin en það var Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti verðlaunin. „Við hvarf um 120 starfa á flugvellinum í upphafi COVID faraldursins lagðist Öryggismiðstöðin yfir það hvaða möguleika á útvíkkun starfsemi það hefði til að halda öllum starfsmönnum áfram í vinnu. Fyrirtækið tók að sér margvísleg verkefni sem tengdust COVID en meðal stærri verkefna var sýnataka fyrir heilbrigðisyfirvöld auk þess sem fyrirtækið opnaði 4 sýnatökustöðvar fyrir hraðpróf. Þó að flestum verkefnum tengdum COVID sé lokið hefur myndast ný þekking innan fyrirtækisins tengd heilbrigðislausnum og þjónustu sem veitir fyrirtækinu frekari tækifæri til vaxtar á því sviði,“ segir í mati dómnefndar. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í að halda samfélaginu gangandi á þessum umbrotatímum þar sem hægt var með stuttum fyrirvara að þjálfa og sinna sýnatökum, halda landamærunum opnum og á seinni stigum afgreitt hundruði þúsunda hraðprófa í tengslum við fjölbreytta viðburði víðsvegar í samfélaginu. Stefnan er einfaldlega sú að þekking og lausnir sem COVID árin færðu okkur verði mjög áþreifanlegur og verulegur hluti af starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar til styttri og ekki síður lengri framtíðar,“ segir Ragnar Þór Jónsson forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar. Fjöldi tilnefninga barst og voru Öryggismiðstöðin auk Lyfju og Friðheima í úrslitum en þau tvö síðarnefndu hlutu viðurkenningu í vali. Það var mat dómnefndar að öll þrjú fyrirtækin hefðu sýnt mikla aðlögunarhæfni á umbrotatímum og hvert með sínu lagi sýnt umhyggju og útsjónarsemi í viðbrögðum sínum. Í dómnefnd sátu Helga Valfells stofnandi og eigandi Crowberry Capital, Þór Sigfússon stofnandi sjávarklasans, Ólöf Skaftadóttir ristjóri Innherja, Bjarni Herrera framkvæmdastjóri hjá CICERO og stjórnarmaður í FVH ásamt Telmu Eir Aðalsteinsdóttur framkvæmdastjóri FVH. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
„Við hvarf um 120 starfa á flugvellinum í upphafi COVID faraldursins lagðist Öryggismiðstöðin yfir það hvaða möguleika á útvíkkun starfsemi það hefði til að halda öllum starfsmönnum áfram í vinnu. Fyrirtækið tók að sér margvísleg verkefni sem tengdust COVID en meðal stærri verkefna var sýnataka fyrir heilbrigðisyfirvöld auk þess sem fyrirtækið opnaði 4 sýnatökustöðvar fyrir hraðpróf. Þó að flestum verkefnum tengdum COVID sé lokið hefur myndast ný þekking innan fyrirtækisins tengd heilbrigðislausnum og þjónustu sem veitir fyrirtækinu frekari tækifæri til vaxtar á því sviði,“ segir í mati dómnefndar. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í að halda samfélaginu gangandi á þessum umbrotatímum þar sem hægt var með stuttum fyrirvara að þjálfa og sinna sýnatökum, halda landamærunum opnum og á seinni stigum afgreitt hundruði þúsunda hraðprófa í tengslum við fjölbreytta viðburði víðsvegar í samfélaginu. Stefnan er einfaldlega sú að þekking og lausnir sem COVID árin færðu okkur verði mjög áþreifanlegur og verulegur hluti af starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar til styttri og ekki síður lengri framtíðar,“ segir Ragnar Þór Jónsson forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar. Fjöldi tilnefninga barst og voru Öryggismiðstöðin auk Lyfju og Friðheima í úrslitum en þau tvö síðarnefndu hlutu viðurkenningu í vali. Það var mat dómnefndar að öll þrjú fyrirtækin hefðu sýnt mikla aðlögunarhæfni á umbrotatímum og hvert með sínu lagi sýnt umhyggju og útsjónarsemi í viðbrögðum sínum. Í dómnefnd sátu Helga Valfells stofnandi og eigandi Crowberry Capital, Þór Sigfússon stofnandi sjávarklasans, Ólöf Skaftadóttir ristjóri Innherja, Bjarni Herrera framkvæmdastjóri hjá CICERO og stjórnarmaður í FVH ásamt Telmu Eir Aðalsteinsdóttur framkvæmdastjóri FVH.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira