Hækkum þjónustustigið og tökum aftur forystu í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir, Guðlaugur Kristmundsson og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 2. maí 2022 09:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu. Fjárhagslega svigrúmið Gott skuldahlutfall og hátt sjóðstreymishlutfall er ekkert til að hrósa sér fyrir þegar uppbygging innviða hefur brugðist. Ánægja með þjónustu við íbúa er í sögulegu lágmarki í þjónustuþáttum sem skipta íbúa hvað mestu máli eins og raunin er með skort á leikskólaplássum og þjónustu við fatlað fólk. Lágt skuldahlutfall er mælikvarði sem segir okkur lítið þegar skuldin í innviða byggingunni er há. Í Garðabæ stöndum við frammi fyrir stórum og krefjandi verkefnum á næsta kjörtímabili alveg sama hvar stigið er niður fæti. Í skólamálum, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum, hvort heldur sem snýr að almenningssamgöngum eða öruggum ferðamöguleikum gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að hafa góða yfirsýn, geta horft til framtíðar með velferð fólksins okkar að leiðarljósi. Þannig sköpum við samfélag fyrir okkur öll. Framtíðin og frjálslyndið í Garðabæ Við þurfum að hafa kjark og þor til þess að rýna til gagns og taka àkvarðanir byggðar á veruleika þess Garðabæjar sem nú er en ekki þess Garðabæjar sem einu sinni var. Sá tími er liðinn. Fjölbreyttari Garðabær er tekinn við. Fjölbreytt íbúasamsetning kallar einfaldlega ekki bara á víðari sýn, heldur frjálslyndari sýnar og vandaðri vinnubragða. Vanda þarf til verka og setja sig í spor íbúa og horfa til þess að í samfélagi fjölbreytileikans þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Við í Viðreisn stöndum með fjölbreytileikanum með frjálslyndið að leiðarljósi því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að fjölbreytileika þarf að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Við þurfum alvöru valfrelsi i leikskólum, grunnskólum og búsetu á sama tíma og við viljum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl þar sem fjölbreyttar samgöngur er raunverulegt val. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Við í Viðreisn viljum gera betur og vanda til verka í þágu allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson skipar 2. sæti í á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu. Fjárhagslega svigrúmið Gott skuldahlutfall og hátt sjóðstreymishlutfall er ekkert til að hrósa sér fyrir þegar uppbygging innviða hefur brugðist. Ánægja með þjónustu við íbúa er í sögulegu lágmarki í þjónustuþáttum sem skipta íbúa hvað mestu máli eins og raunin er með skort á leikskólaplássum og þjónustu við fatlað fólk. Lágt skuldahlutfall er mælikvarði sem segir okkur lítið þegar skuldin í innviða byggingunni er há. Í Garðabæ stöndum við frammi fyrir stórum og krefjandi verkefnum á næsta kjörtímabili alveg sama hvar stigið er niður fæti. Í skólamálum, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum, hvort heldur sem snýr að almenningssamgöngum eða öruggum ferðamöguleikum gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að hafa góða yfirsýn, geta horft til framtíðar með velferð fólksins okkar að leiðarljósi. Þannig sköpum við samfélag fyrir okkur öll. Framtíðin og frjálslyndið í Garðabæ Við þurfum að hafa kjark og þor til þess að rýna til gagns og taka àkvarðanir byggðar á veruleika þess Garðabæjar sem nú er en ekki þess Garðabæjar sem einu sinni var. Sá tími er liðinn. Fjölbreyttari Garðabær er tekinn við. Fjölbreytt íbúasamsetning kallar einfaldlega ekki bara á víðari sýn, heldur frjálslyndari sýnar og vandaðri vinnubragða. Vanda þarf til verka og setja sig í spor íbúa og horfa til þess að í samfélagi fjölbreytileikans þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Við í Viðreisn stöndum með fjölbreytileikanum með frjálslyndið að leiðarljósi því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að fjölbreytileika þarf að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Við þurfum alvöru valfrelsi i leikskólum, grunnskólum og búsetu á sama tíma og við viljum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl þar sem fjölbreyttar samgöngur er raunverulegt val. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Við í Viðreisn viljum gera betur og vanda til verka í þágu allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson skipar 2. sæti í á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun