Vissi strax að meiðslin væru alvarleg þegar hann heyrði brak í öxlinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 09:00 Elvar Örn Jónsson hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðan 2018. getty/Sanjin Strukic Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins og Melsungen, verður frá keppni næsta hálfa árið eða svo vegna axlarmeiðsla. Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka og er handviss um að hann verði kominn í toppform fyrir HM í janúar á næsta ári. Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira