Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2022 11:25 Gangi spáin eftir verður um að ræða sjöttu vaxtahækkun Seðlabakans frá því í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira