Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2022 11:25 Gangi spáin eftir verður um að ræða sjöttu vaxtahækkun Seðlabakans frá því í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira